Kjarninn - 06.03.2014, Side 89

Kjarninn - 06.03.2014, Side 89
06/06 vísindi okkur út frá heilanum í okkur; líkaminn er bara skel sem við getum skipt um að vild rétt eins og við skiptum um föt nú til dags. Væri það kannski stöðutákn að geyma heilann í nýjustu lífvélinni (e. cyborg)? Hvað með að fá sér líkama sem lítur alls ekki út eins og mannslíkami, kannski frekar eins og dýr eða eitthvað allt annað? Skilgreiningin á því sem gerir okkur að manneskjum gæti orðið mjög á reiki. Vélrænar og lífrænar umbætur gætu leitt til einhvers konar tækni drifinnar tegundamyndunar. Við þrífumst á því að fara ótroðnar slóðir, rannsaka hið óþekkta og láta hugann reika. Kannski verður það að stýra eigin tegundarþróun stærsta verkefnið sem mannkynið mun takast á við. Möguleikarnir eru ótrúlegir! Það er bráð- nauðsynlegt að halda uppi virkri umræðu um þessi mál til þess að búa okkur undir öll þau siðferðislegu álitaefni sem fylgja svona framtíðarsýn. Þar gegnir vísindaskáldskapur að mínu mati lykilhlutverki með því að gefa okkur kost á að skyggnast inn í annan heim, sem með degi hverjum verður æ líkari okkar eigin raunheimi. ítarEfni Kraftwerk – Die Mensch Maschine Myndband á YouTube BrainGate-verkefnið Heimasíða verkefnisins Lífvélin Neil Harbisson Fyrirlestur á TED Smelltu á fyrirsagnirnar til að lesa ítarefnið

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.