Kjarninn - 06.03.2014, Side 93

Kjarninn - 06.03.2014, Side 93
04/05 tónList jónsi Álfasöngvarinn í Sigur Rós syngur eins og einhver hafi blandað svolitlu af helíumi út í söngloftið hans. Hann gerir sig mjög illa skiljanlegan, svo illa að maður getur ekki alltaf verið viss um hvort hann er að syngja íslensku eða sitt eigið heimatilbúna Sigur Rósar-tungumál. Á djúpu tónunum brakar í honum, sennilega vegna þess að hann nær ekki svona djúpt niður, og oftar en ekki dettur hann upp úr háu tónunum líkt og hann sé andstuttur og móður. Kannski eru álfalungu bara ekki stærri en þetta. beth gibbons Söngkona Portishead er ein óáhugaverðasta söngkona ver- aldar. Hún hefur einn stíl sem hún bregður varla frá og allt virðist ganga út á að gera sem allra minnst. Radd styrkurinn liggur nálægt hvísli nema í einstaka átakakafla þar sem Gibbons missir sig í geðshræringu, sem svo aftur kemur undantekningalítið mjög illa niður á gæðum söngsins. Þannig liggur svið hennar frá því að vera tíðindalaust yfir í að vera klaufalegt. Sigur Rós – Flugufrelsarinn Portishead – Glory Box

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.