Kjarninn - 06.03.2014, Page 6

Kjarninn - 06.03.2014, Page 6
03/05 LEiðari Íslands og Evrópusambandsins er brýnt hagsmunamál allrar þjóðarinnar. Allir stjórnmálaflokkar tala fyrir auknu lýðræði og beinni aðkomu þjóðarinnar að ákvarðanatöku, sér í lagi þegar um stór deilumál er um að ræða. Nú reynir á að sýna þann vilja í verki“. Það þarf síðan ekkert að rifja frekar upp orð nánast allra ráðherra Sjálfstæðisflokksins fyrir kosningar eða það sem stóð í kosningaáróðri hans. Þar lofuðu fjórir þeirra, þar á meðal formaður Sjálfstæðis- flokksins, því að þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram um áframhald viðræðna. Með því tóku þeir Evrópusambandsspurninguna út af kosningaloforðahlaðborðinu. Stuðnings- menn þeirra þurftu ekki að fara annað með atkvæði sitt. Því var lofað að það yrði mögu- legt að þeir fengju að segja sína skoðun á málinu. Svo átti að svíkja það loforð. skoðum raunveruleikann En frjálsleg meðför stjórnmálamanna á sannleikanum er ekki einskorðuð við það sem þeir sögðu í kosningunum. Þannig sagði forsætisráðherra í viðtali við Stöð 2 mánu- daginn 24. febrúar að „staða efnahagsmála, staða fyrirtækj- anna á Íslandi, er búin að vera að batna jafnt og þétt síðustu misseri ... Á meðan að þessi þróun er öll til verri vegar í Evrópusambandinu. Þannig að, að líta á aðild að Evrópusam- bandinu sem lausn á þessu öllu skýtur mjög skökku við þegar menn skoða raunveruleikann“. Skoðum aðeins raunveruleikann. Varðandi Ísland hefur Sigmundur Davíð rétt fyrir sér. Aðstæður hér hafa verið að batna töluvert, þótt teikn séu á lofti um að það gæti verið tíma bundið ástand. Verðbólga mun til dæmis aukast þegar skuldaniðurfellingar fara í framkvæmd og vegna hækkandi olíuverðs vegna ástandsins á Krímskaga. Fasteignabólan sem er í uppblæstri mun heldur ekki hjálpa til. En er öll þróun til verri vegar í Evrópu? Á evrusvæðinu „Hinir frjálslyndu stjórnarhættir sem forsætisráðherra boðaði í pistlinum sínum sumarið 2011 mega ekki fela í sér umboðs- lausa valdstjórn og frelsi til að ljúga. Það er pólitískur ómöguleiki.“

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.