Kjarninn - 01.05.2014, Blaðsíða 17

Kjarninn - 01.05.2014, Blaðsíða 17
07/07 HEilbrigðiSmál að sálfræðiþjónusta verði í boði fyrir sem flesta óháð fjár- hag. „Við erum hætt að þurfa að sannfæra ráðamenn um mikilvægi þess að sálfræðiþjónusta verði aukin, þannig að við erum hóflega bjartsýn á að við finnum leið í samvinnu við stjórnvöld um hvernig þessum málum verði best háttað,“ segir Hrund Þrándardóttir. Eitt af því sem hefur opnað augu stjórnvalda fyrir vanda- málinu er mikil lyfjanotkun sem tíðkast hérlendis. Notkun fullorðinna á lyfjum við ofvirkni og athyglisbresti, ADHD, hér á landi hefur nánast fjórfaldast á síðustu tíu árum og er hvergi meiri í heiminum að því er fram kemur í nýrri rann- sókn. Þá eiga Íslendingar sömuleiðis heimsmet í geðlyfja- notkun og er hún nærri tvöfalt meiri en að meðaltali í OECD ríkjum. Kostnaður Sjúkratrygginga vegna tauga- og geðlyfja nemur um þremur og hálfum milljarði króna á hverju ári, en notkun lyfjanna hefur aukist stöðugt hérlendis frá árinu 1990 og nálgast aukningin þreföldun á þessu tímabili. „Það er skiljanlegt að lyfjanotkun sé mikil hér á landi á meðan lyfjameðferð er í raun eina meðferðarúrræðið sem læknar geta vísað í því það er á færi fárra að kosta sálfræðimeðferð alfarið úr eigin vasa. Við höfum ítrekað boðið fram aðstoð okkar til að finna réttar leiðir út úr þessu ástandi, nú er farið að örla á skilningi heilbrigðisyfirvalda á þessu vandamáli, og mikilvægi þess að hægt sé að beina fólki frekar í hugræna atferlismeðferð sem virka best við algengustu kvillunum. Við erum ekki að standa okkur nógu vel, og það þarf að breytast,“ segir Hrund Þrándardóttir formaður Sálfræðingafélags Íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.