Kjarninn - 01.05.2014, Blaðsíða 17
07/07 HEilbrigðiSmál
að sálfræðiþjónusta verði í boði fyrir sem flesta óháð fjár-
hag. „Við erum hætt að þurfa að sannfæra ráðamenn um
mikilvægi þess að sálfræðiþjónusta verði aukin, þannig að
við erum hóflega bjartsýn á að við finnum leið í samvinnu
við stjórnvöld um hvernig þessum málum verði best háttað,“
segir Hrund Þrándardóttir.
Eitt af því sem hefur opnað augu stjórnvalda fyrir vanda-
málinu er mikil lyfjanotkun sem tíðkast hérlendis. Notkun
fullorðinna á lyfjum við ofvirkni og athyglisbresti, ADHD,
hér á landi hefur nánast fjórfaldast á síðustu tíu árum og er
hvergi meiri í heiminum að því er fram kemur í nýrri rann-
sókn. Þá eiga Íslendingar sömuleiðis heimsmet í geðlyfja-
notkun og er hún nærri tvöfalt meiri en að meðaltali í OECD
ríkjum. Kostnaður Sjúkratrygginga vegna tauga- og geðlyfja
nemur um þremur og hálfum milljarði króna á hverju ári, en
notkun lyfjanna hefur aukist stöðugt hérlendis frá árinu 1990
og nálgast aukningin þreföldun á þessu tímabili.
„Það er skiljanlegt að lyfjanotkun sé mikil hér á landi
á meðan lyfjameðferð er í raun eina meðferðarúrræðið
sem læknar geta vísað í því það er á færi fárra að kosta
sálfræðimeðferð alfarið úr eigin vasa. Við höfum ítrekað
boðið fram aðstoð okkar til að finna réttar leiðir út úr þessu
ástandi, nú er farið að örla á skilningi heilbrigðisyfirvalda
á þessu vandamáli, og mikilvægi þess að hægt sé að beina
fólki frekar í hugræna atferlismeðferð sem virka best við
algengustu kvillunum. Við erum ekki að standa okkur nógu
vel, og það þarf að breytast,“ segir Hrund Þrándardóttir
formaður Sálfræðingafélags Íslands.