Kjarninn - 01.05.2014, Blaðsíða 21

Kjarninn - 01.05.2014, Blaðsíða 21
03/09 mEnntamál markmiði að afla nýrrar þekkingar eða leita „sannleikans“, eins og það er stundum nefnt, með aðferðum vísindanna sem byggjast á gagnrýninni hugsun. Veigra sér við að taka þátt Í þessu samhengi hefur verið talað um borgaralegar skyldur háskólafólks, það er að það láti að sér kveða í hinni opinberu umræðu þegar því sýnist réttu máli hallað eða umræða um tiltekin mál vanrækt. Akademískt frelsi háskólafólks, sem oft hefur verið nefnt mikilvægasta lögmál háskólasamfélagsins og felst í frelsi háskólamanna til kennslu, rannsókna og tjáningar án óeðlilegrar íhlutunar annarra í samfélaginu, á að tryggja að fólk úr háskólasamfélaginu geti tekið þátt í umræðunni án þess að óttast um hag sinn. Ýmislegt bendir hins vegar til hluti háskólafólks veigri sér engu að síður við að taka þátt í samfélagsumræðunni hér á landi vegna þess hversu óvægin umræðan getur orðið. Í rannsóknarskýrslu Alþingis er talað um tjáningar- ótta og sjálfskipaða þöggun í þessu samhengi og jafnframt rakin dæmi af hótunum og þöggun sem háskólafólk sætti af hálfu valdafólks í efnahags- og stjórnmálalífi fyrir að andæfa ríkjandi sjónarmiðum í samfélaginu. Á síðustu árum og misserum hafa svo birst fleiri dæmi þess að ákveðins óþols gæti gagnvart þátttöku háskólafólks í opinberri umræðu. Nefna má dæmi þar sem hvatt var til brottreksturs háskólafólks úr nefndum eða starfi fyrir framlag þess til Icesave-umræðunnar eða fyrir að leggja mat á þróun tiltekinna stjórnmálaflokka. Þá má finna tvö nýleg dæmi þar sem háskólafólk hefur verið sakað um pólitísk afskipti eða pólitískar krossfarir eftir að hafa vakið athygli á sjónarmiðum sem ekki hafa verið ráðandi aðilum að skapi. Á málþingi sem haldið var undir yfirskriftinni „Eru háskólakennarar í pólitískri krossferð?“ í Háskóla Íslands á dögunum nefndu þátttakendur fleiri dæmi frá liðnum árum af gagnrýni og hótunum valdafólks í efnahags- og atvinnulífi í garð háskólafólks.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.