Kjarninn - 01.05.2014, Blaðsíða 44

Kjarninn - 01.05.2014, Blaðsíða 44
04/06 Úkraína HVaða ÁHrIF HaFa reFsIaðgerðIr? Í byrjun vikunnar voru kynntar nýjar viðskipta- þvinganir og refsiaðgerðir gegn Rússum. Banda- ríkjamenn hafa farið þá leið að refsa nánustu bandamönnum Pútíns forseta en Evrópusambandið (ESB) hefur aðallega beitt menn sem hafa beinar tengingar við innlimun Krím í Rússland eða við uppreisnina í austurhluta Úkraínu þvingunum. ESB getur ekki bannað mönnum að ferðast eða fryst eignir þeirra nema öll aðildarríkin samþykki það. Þá er auðveldara að vefengja refsiaðgerðir samkvæmt evrópskum lögum, og það hefur fólki tekist. Því hefur spjótunum aðallega verið beitt gegn þeim sem ljóst er að hafa beina tengingu við ástandið, jafnvel þótt sumir þeirra eigi engar eignir sem hægt er að frysta. Evrópa er síðan mun háðari Rússlandi en Bandaríkin; stór hluti olíu og gass í Evrópu kemur frá Rússlandi, þaðan kemur þriðjungur allrar orku. Pútín hefur sloppið en Ígor Setsjín, sem er talinn næst- valdamesti maður Rússlands, er á nýjasta listanum. Hann er yfirmaður olíurisans Rosneft, en fyrirtækið hefur ekki enn verið beitt þvingunum. Hins vegar er litið á þessa aðgerð sem viðvörunarskot. Refsiaðgerðir gegn fyrirtækjum í olíu- og gasiðnaði gætu haft veruleg áhrif, enda er talið að um helmingur tekna ríkisins komi úr þessum iðnaði. Hingað til hafa refsiaðgerð- irnar þó haft mest áhrif á traust til rússneska hagkerfisins. Fjárfestingar í landinu hafa minnkað og fjármagn streymir burt þaðan. Þá hefur matsfyrirtækið Standard & Poor´s lækkað lánshæfis mat ríksins í BBB, sem er einum flokki fyrir ofan hinn víðfræga ruslflokk. Hlutabréf hafa lækkað um fimmtán prósent og rúblan hefur fallið um níu prósent gegn dollaranum. Þrátt fyrir þetta tók hlutabréfamarkaðurinn við sér eftir að tilkynnt var um nýjustu þvinganirnar, þar sem þær voru vægari en búist hafði verið við. Hvað næst? Diplómatískar leiðir Vesturlanda hafa hingað til ekki skilað miklum árangri. Enn er mögulegt að auka refsiaðgerðir gegn Rússum en Evrópusambandið á erfiðara með það en Bandaríkin. Undanfarið hefur verið fjölgað í herliði NATO í Eystrasaltsríkjunum, Póllandi, Rúmeníu og við Svartahafið. Það hefur þó aðallega verið gert til að róa íbúa og stjórnvöld. NATO mun forðast hernaðarátök í lengstu lög, og mun ekki grípa til þeirra nema Rússar aðhafist eitthvað í aðildarríkjum NATO. Aðgerðir Vesturlanda hafa verið gagnrýndar víða undanfarið, þær sagðar of veikar og miklu harðari afstöðu þurfi að taka gegn Pútín, sem sýnir sífellt meiri einræðistilburði. Gagnrýnendur benda líka á að Evrópusambandið hefur ekki eina trúverðuga og sannfærandi rödd í utanríkismálum. Í tilvikum eins og þessu getur það vissulega skaðað, þótt skoðanir séu mjög skiptar um hvort sameiginleg utanríkisstefna væri æskileg. Ástandið í Úkraínu er gríðarlega flókið. Hvað gerist fram að kosningunum í lok maí er óljóst, sem og það hvort tekst að halda þær. Valdamenn Þeir Vladimír Pútín og Ígor Setsjín eru taldir vera tveir valdamestu menn Rússlands. Setsjín stjórnar olíurisanum Rosneft, en viðskipti með olíu og gas skipta miklu máli þegar Vesturlönd íhuga diplómat- ískar refsiaðgerðir gegn Rússum. Mynd: AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.