Kjarninn - 01.05.2014, Blaðsíða 38
06/07 dómSmál
Hagar lánuðu
„En hvaða komu peningarnir? Enn hefur ekki verið upplýst
hvaðan hluti þeirra kom, en þorri þeirra, 810 milljónir króna,
kom frá smásölurisanum Högum. Auk þess hefur komið í
ljós að aðrir fjárfestar, með miklar tengingar við Jón Ásgeir,
komu að kaupunum. Á meðal þeirra var Pálmi Haraldsson og
nokkrir starfsmenn 365.
Til útskýringar þá voru Hagar á þessum tíma að öllu
leyti veðsettir Kaupþingi vegna fléttu sem ráðist hafði verið
í vorið 2008. ... Þrátt fyrir það var félagið látið ráðstafa 810
milljónum króna til Jóns Ásgeirs sem láns til tveggja vikna
svo hann geti keypt fjölmiðla út úr gjaldþrota 365. Kaupin
voru fjármögnuð með handbæru fé frá rekstri, sem þýðir á
mannamáli reiðufé af bankareikningi Haga. ... Þegar lánstím-
inn var liðinn var lengt í láninu en að endingu var tæpur
helmingur þess, 393 milljónir króna, greiddur til baka í
janúar 2009. Hinn helmingurinn hefur aldrei verið greiddur.
Í skráningarlýsingu Haga sagði að sá helmingur hefði verið
seldur til 365 miðla á 100 milljónir króna. Þar var ekki um
raunverulega peningagreiðslu að ræða heldur fengu Hagar,
sem er einn stærsti auglýsandi á Íslandi, auglýsingainneign
hjá 365 miðlum sem greiðslu fyrir hlutinn. Þannig greiddi
Jón Ásgeir í raun ekki fyrir hann heldur fyrirtækin sem hann
keypti fyrir lánið.“
tap kröfuhafa 3,7 milljarðar króna
Nafni gamla 365 var breytt í Íslensk afþreying ehf. og félagið
sett í þrot ... Þegar skipti fóru fram á búinu kom einnig í
ljós að stjórnendur nýja og gamla 365 höfðu ákveðið að
veita Rauðsól afslátt af sölu á hlutunum þegar endurskoðun
fór fram á kaupverði þeirra. Sá afsláttur er talinn hafa
verið veittur vegna þess að Jóni Ásgeiri tókst ekki að ná
saman hærri upphæð en 1.350 milljónum króna til að kaupa
miðlana.
Skiptastjóri þrotabúsins taldi að um kláran gjafa gerning
væri að ræða, enda var Jón Ásgeir stjórnarformaður í
félaginu sem var að selja félagi í hans eigu fjölmiðlana, sömu