Kjarninn - 01.05.2014, Blaðsíða 36
04/07 dómSmál
Enn eitt túngöturuglið
Ítarlega er fjallað um málið í bókinni „Íslands ehf – Auðmenn
og áhrif eftir hrun“, eftir greinarhöfund og Magnús Halldórs-
son, sem kom út í ágúst í fyrra. Þar segir:
„Í hádeginu laugardaginn eftir, þann 1. nóvember 2008,
var stjórnarfundurinn síðan haldinn. Fyrir hann hittust
allir stjórnarmenn 365 utan Árna Haukssonar á fundi fyrir
fundinn. Ari [Edwald] hafði greinilega komið afstöðu Árna á
framfæri við hina stjórnarmennina. Fyrri fundurinn fór fram
í hliðarherbergi í höfuðstöðvum 365. Hann sátu stjórnar-
formaðurinn Jón Ásgeir Jóhannesson, varaformaðurinn
Pálmi Haraldsson, Þorsteinn M. Jónsson, Magnús Ármann
og forstjórinn Ari Edwald. Að loknum þeim fundi gengu
stjórnar menn inn á stjórnarfundinn. Pálmi Haraldsson kom
fyrstur inn í fundarherbergið og muldraði með sér eitthvað
sem hljómaði eins og að þetta væri enn eitt Túngöturuglið
sem væri í uppsiglingu, en höfuðstöðvar Baugs voru á þeim
tíma við Túngötu í Reykjavík. Einhverjir töldu, á grundvelli
hinnar muldruðu afstöðu, að Pálmi myndi beita sér gegn
sölunni á fjölmiðlunum.
Jón Ásgeir setti síðan stjórnarfundinn sem stjórnar-
formaður og útskýrði dagskrá hans. Í kjölfarið gerði hann
grein fyrir því að hann væri vanhæfur til að fjalla um málið,
enda bæði seljandi og kaupandi fjölmiðlanna. Pálmi tók við
stjórn fundarins, tilkynnti að fyrir honum lægi tillaga um
sölu á fjölmiðlum 365 til Rauðsólar, félags Jóns Ásgeirs. Hann
taldi tilboðið vera mjög gott og lagði til að því yrði tekið.
Þorsteinn og Magnús tóku undir það en Árni greiddi einn at-
kvæði á móti, lét Hildi Sverrisdóttur bóka mótmæli í fundar-
gerð og lagði að lokum fram bréf þar sem hann tilkynnti um
úrsögn sína úr stjórninni.“
Hámarka hagsmuni jóns ásgeirs
„Það voru mjög gildar ástæður fyrir stjórnarmenn 365 að
hugsa sig alvarlega um áður en þeir samþykktu söluna á
365 til Rauðsólar. Í fyrsta lagi voru hundruð hluthafa í 365 á
þessum tíma. Sú lausn sem lögð var til, og síðan framkvæmd,