Kjarninn - 01.05.2014, Blaðsíða 62

Kjarninn - 01.05.2014, Blaðsíða 62
03/05 piStill Þess vegna var viðtalsbókin Inside the House of Money eftir Íslandsvininn Steven Drobny fengur fyrir áhugamenn um starfsemi vogunarsjóða þegar hún kom út árið 2006, en þar birtust samræður höfundarins við 13 heimsþekkta og farsæla sjóðsstjóra þar sem þeir opnuðu sig upp á gátt um fjárfestingar sínar. Titill bókarinnar er því réttnefni, enda býður hún lesandanum í heimsókn inn í hús sem fæstir fá að dveljast í um ævina. ólík sýn Við lestur bókarinnar kemur reyndar á óvart hve ósamstíga sjóðsstjórarnir eru um flesta yfirborðsfleti fjárfestinga. Einum fannst best að fjárfesta í hlutabréfum, öðrum í hrá- vöru og þeim þriðja í gjaldmiðlum. Einn fjárfesti nánast eingöngu í flóknum afleiðusamningum á borð við valrétti, á meðan annar stóð á því fastar en fótunum að valréttir væru fyrir aumingja. Einn tók aldrei ákvörðun um fjárfestingu nema heimsækja fyrst „fjárfestingarkostinn“, hvort sem hann var land eða fyrirtæki, á meðan annar vildi meina að slíkar heimsóknir væru bara til að rugla mann – það væru beinhörð gögn sem skiptu mestu máli. Þegar bókinni vindur fram birtast hins vegar hægt og bítandi endurtekin tilbrigði við sama stef; ákveðin prinsipp sem nánast allir sjóðsstjórarnir þakka velgengni sína, þrátt fyrir að vera ósammála um framkvæmd fjárfestinga að öðru leyti. Og þegar betur er að gáð hafa þessi prinsipp þeirra í raun minnst með fjárfestingar að gera, og meira með heilbrigða skynsemi og lífssýn. Þessi prinsipp eru fólgin í því að... ...læra af mistökum sínum. Allir sjóðsstjórarnir, hver einn og einasti, eiga það sameiginlegt að hafa einhvern tímann tapað stórt. Enginn þeirra ræddi hins vegar um þessar misheppnuðu fjárfestingar eins og þeir skömmuðust sín fyrir þær eða sæu eftir þeim; mistökin eru dýrmætasta eign þeirra, þau skilgreina velgengni þeirra betur en fjárfestingarnar sem heppnuðust. Ástæðan er sú að allir hafa þeir dregið af þeim lærdóm, sem þeir telja ómögulegt að öðlast til fulls án
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.