Kjarninn - 01.05.2014, Blaðsíða 34

Kjarninn - 01.05.2014, Blaðsíða 34
02/07 dómSmál j ón Ásgeir Jóhannesson, Pálmi Haraldsson, Magnús Ármann og Þorsteinn M. Jónsson greiddu sjóði í eigu Landsbanka Íslands tugi milljóna króna fyrir að falla frá skaðabótamáli á hendur sér. Málið, sem var upphaflega tekið fyrir í héraðsdómi haustið 2011, snýst um fléttu sem stjórn 365 ehf. greip til snemma í nóvember 2008 þegar allir fjölmiðlar félagsins voru seldir til félags í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar fyrir tæplega 1,4 milljarða króna. Eftir í 365 ehf., sem síðar var endurnefnt Íslensk afþreying ehf., urðu milljarða skuldir, meðal annars við sjóð Landsbankans. Dómskvaddir matsmenn komust síðar að þeirri niður- stöðu að 365 ehf. hefði verið ógjaldfært á þeim tíma sem fjölmiðlarnir voru seldir til Jóns Ásgeirs og því hefði átt að gefa félagið upp til gjaldþrotaskipta samkvæmt lögum. Í stað þess að gefa 365 ehf. upp til gjaldþrotaskipta ákváðu fjórmenningarnir, sem sátu í stjórn 365 ehf. á þessum tíma, að selja verðmætustu eignir þess til stærsta hluthafans Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og nota það fé sem fékkst fyrir til að greiða upp skuldabréfaflokk sem var á gjalddaga 5. nóvember 2008. Fimmti stjórnarmaðurinn á þessum tíma, Árni Hauks- son, greiddi atkvæði gegn sölu fjölmiðlanna og sagði sig í kjölfarið úr stjórninni. Hann rökstuddi ákvörðun sína meðal annars með því að hann teldi gjörninginn lögbrot. Landsvaki, þá dótturfélag Landsbankans sem rak um- ræddan sjóð, taldi að með þessu hefðu Jón Ásgeir, Pálmi, Magnús og Þorsteinn mismunað kröfuhöfum og brugðist þeirri skyldu að gefa gjaldþrotafélag upp til skipta. Því stefndi Landsvaki mönnunum fjórum árið 2011 og krafðist skaðabóta. Sátt náðist í málinu í janúar 2013, en ekki hefur áður verið greint frá henni opinberlega. Samkvæmt upplýsingum frá hlutdeildarskírteinishafa í sjóðnum greiddu mennirnir fjórir nokkra tugi milljóna króna til að losna frá mál sókninni. Sömu heimildir herma að krafa Landsvaka hafi numið nálægt 130 milljónum króna. Hún hafi því ekki fengist öll greidd. dómSmál Þórður Snær Júlíusson L @thordursnaer
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.