Kjarninn - 01.05.2014, Blaðsíða 64

Kjarninn - 01.05.2014, Blaðsíða 64
04/05 piStill þess að brenna sig fyrst. Aðalatriðið er ekki að mistakast aldrei, heldur að gera ekki sömu mistökin tvisvar. ...taka upplýstar ákvarðanir. Sjóðsstjórarnir eru flestir víðsýnir og leita hugmynda að fjárfestingum víða. Sumir þeirra eyða miklum tíma í lestur, aðrir í ferðalög, og allir hlusta þeir með opnum hug á sjónarmið annarra. Þrátt fyrir það láta þeir ekki nægja að treysta orðrómum og skvaldri, heldur kanna öll gögn sem þeir koma höndum yfir til hlítar og fylgja öguðu ákvarðanatökuferli áður en þeir ráðast í meiriháttar fjárfestingar, þótt rannsóknaraðferðirnar kunni að vera jafnmisjafnar og þær eru margar. ...skipta um skoðun. Það hljómar kannski þversagna- kennt, en sjóðsstjórarnir virðast flestir auðmjúkir gagnvart takmörkum þekkingar sinnar og getu, þrátt fyrir að hafa verulegt sjálfstraust. Þess vegna birtist sjálfstraustið ekki með þeim hætti að þeir séu alltaf sannfærðir um að hafa rétt fyrir sér, þrátt fyrir hið stífa ákvarðanatöku- ferli og rannsóknarvinnu, heldur þvert á móti í því að þeir óttast ekki að viðurkenna þegar þeir hafa rangt fyrir sér og skipta hratt um skoðun þegar nýjar upplýsingar birtast þeim. Þannig eru þeir fljótir að kúpla sig út úr misheppnuðum fjárfestingum og innleysa tap fljótt, í stað þess að halda fast við sinn keip og horfa á tapið vaxa. Þekkt tilvitnun í Keynes fjallar um einmitt þetta, en einhverju sinni bar andstæðingur upp á hann að skoðanir hans á hagstjórn sveifluðust eins og lauf í vindi. Keynes svaraði um hæl: „Þegar staðreyndir málsins breytast, þá endurskoða ég afstöðu mína. Hvað gerir þú, herra minn?“ ...búa sig undir það versta. Ef til vill kemur á óvart hversu meðvitaðir sjóðsstjórarnir eru um áhættu miðað við þá mynd sem stundum er dregin upp af vogunarsjóðum. Þeir reiða sig ekki einu sinni á hefðbundin áhættumatslíkön, því þeir telja að þau vanmeti áhættu. Í stað þeirra spyrja þeir sig stöðugt að því hvað geti farið úrskeiðis og gera ráð fyrir að allt fari á versta veg – allt – og skipuleggja í þaula hvernig þeir gætu „Merkilegast af öllu var þó hver sjóðsstjórinn sjálfur var; enginn annar en John Maynard Keynes.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.