Kjarninn - 01.05.2014, Blaðsíða 20

Kjarninn - 01.05.2014, Blaðsíða 20
02/09 mEnntamál S jötti hver háskólamaður segist hafa komið sér hjá því að tjá sig við fjölmiðla vegna ótta við viðbrögð valdafólks úr stjórnmála- og efnahags- lífi. Þá telur meirihluti aðspurðra háskólamanna að akademísku frelsi fræði- og vísindamanna á Íslandi stafi ógn af gagnrýni eða hótunum frá valdafólki í stjórnmálum og efnahags- og atvinnulífi. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar könnunar um viðhorf háskólafólks til þátttöku í opinberri umræðu á vettvangi fjölmiðla. ádrepa í rannsóknarskýrslu Skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis hefur að geyma ádrepu á störf háskólasamfélagsins í aðdraganda falls íslenska bankakerfisins. Þar er háskólafólki legið á hálsi að hafa ekki haft uppi næga gagnrýni á ástand mála en jafnframt er þó bent á að aðstæður til gagnrýninnar umræðu í samfélaginu hafi verið bágbornar. Sérstök þingmannanefnd, sem skipuð var fulltrúum allra flokka sem áttu sæti á Alþingi á síðasta kjörtímabili, vann sjálf skýrslu um rannsóknarskýrsluna. Í meginniðurstöðum og ályktunum þingnefndarinnar er sérstaklega vikið að samfélags umræðu á Íslandi og bent á að góð stjórnmála- umræða náist fram „með því að láta andstæð sjónarmið mætast þar sem byggt er á staðreyndum og málin eru krufin til mergjar. Íslensk stjórnmál hafa ekki náð að þroskast nægilega í samræmi við það“. Í skýrslunni er jafnframt að finna hvatningu til háskólafólks „af ólíkum fræðasviðum til að taka þátt í opinberri umræðu og styrkja með því tengsl fræðasamfélagsins, atvinnulífsins og hins almenna borgara“. Hvatningin til háskólafólks byggist á þeirri hugmynd að þessi hópur hafi fram að færa einhverja þekkingu eða reynslu, umfram aðra borgara, sem nýst geti í hinni lýðræðis- legu umræðu. Sú þekking eða reynsla getur jafnvel varpað nýju ljósi á ýmis málefni í samfélaginu og stuðlað að því að rökstuddar og yfirvegaðar ákvarðanir séu teknar í mikil- vægum samfélagsmálum. Hvatningin hvílir líka á þeirri hugmynd að innan háskólanna starfi fólk sem hafi það að mEnntamál Björn Gíslason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.