Kjarninn - 01.05.2014, Side 20

Kjarninn - 01.05.2014, Side 20
02/09 mEnntamál S jötti hver háskólamaður segist hafa komið sér hjá því að tjá sig við fjölmiðla vegna ótta við viðbrögð valdafólks úr stjórnmála- og efnahags- lífi. Þá telur meirihluti aðspurðra háskólamanna að akademísku frelsi fræði- og vísindamanna á Íslandi stafi ógn af gagnrýni eða hótunum frá valdafólki í stjórnmálum og efnahags- og atvinnulífi. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar könnunar um viðhorf háskólafólks til þátttöku í opinberri umræðu á vettvangi fjölmiðla. ádrepa í rannsóknarskýrslu Skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis hefur að geyma ádrepu á störf háskólasamfélagsins í aðdraganda falls íslenska bankakerfisins. Þar er háskólafólki legið á hálsi að hafa ekki haft uppi næga gagnrýni á ástand mála en jafnframt er þó bent á að aðstæður til gagnrýninnar umræðu í samfélaginu hafi verið bágbornar. Sérstök þingmannanefnd, sem skipuð var fulltrúum allra flokka sem áttu sæti á Alþingi á síðasta kjörtímabili, vann sjálf skýrslu um rannsóknarskýrsluna. Í meginniðurstöðum og ályktunum þingnefndarinnar er sérstaklega vikið að samfélags umræðu á Íslandi og bent á að góð stjórnmála- umræða náist fram „með því að láta andstæð sjónarmið mætast þar sem byggt er á staðreyndum og málin eru krufin til mergjar. Íslensk stjórnmál hafa ekki náð að þroskast nægilega í samræmi við það“. Í skýrslunni er jafnframt að finna hvatningu til háskólafólks „af ólíkum fræðasviðum til að taka þátt í opinberri umræðu og styrkja með því tengsl fræðasamfélagsins, atvinnulífsins og hins almenna borgara“. Hvatningin til háskólafólks byggist á þeirri hugmynd að þessi hópur hafi fram að færa einhverja þekkingu eða reynslu, umfram aðra borgara, sem nýst geti í hinni lýðræðis- legu umræðu. Sú þekking eða reynsla getur jafnvel varpað nýju ljósi á ýmis málefni í samfélaginu og stuðlað að því að rökstuddar og yfirvegaðar ákvarðanir séu teknar í mikil- vægum samfélagsmálum. Hvatningin hvílir líka á þeirri hugmynd að innan háskólanna starfi fólk sem hafi það að mEnntamál Björn Gíslason

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.