Kjarninn - 01.05.2014, Blaðsíða 12
03/07 HEilbrigðiSmál
grunnskólabörn hafa aðgang að ákveðinni sálfræðiþjónustu
hjá sérfræðiþjónustu sveitarfélaganna.
Þá bjóða Sjúkratryggingar Íslands sálfræðingum ramma-
samning, um sálfræðiþjónustu við börn sem vísað er frá
Barna- og unglingageðdeild Landspítalans, Þroska- og hegð-
unarstöð heilsugæslunnar og Greiningarstöð, en sárafáir sál-
fræðingar heyra undir þann samning sökum þess að greiðsl-
ur Sjúkratrygginga fyrir sálfræðiþjónustu eru mun lægri en
verðskrá flestra sálfræðinga. Algengt verð fyrir greiningar-
eða meðferðarviðtal hjá sálfræðingi er um 11-13.000 krónur.
Sálfræðingar starfa á samkepnismarkaði og er
ekki heimilt að samræma verðskrár.
Ofangreint er hins vegar ekki í boði
fyrir almenning. Einstaklingur sem leitar á
heilsugæslu vegna sálrænna erfiðleika, lætur
sér oft duga að fá uppáskrifuð lyf frekar en
að leita sér aðstoðar hjá sálfræðingi vegna
kostnaðar.
alvarleg staða
Eins og áður segir hefur Sálfræðingafélag
Íslands ítrekað bent á þetta ósamræmi í heilbrigðis kerfinu
á fundum með ráðamönnum, að sálfræði þjónusta sé ekki
niðurgreidd ólíkt annarri heilbrigðis þjónustu.
Hrund Þrándardóttir formaður Sálfræðingafélags Íslands
segir stöðu mála skjóta ansi skökku við, og hún stríði bein-
línis gegn sérstökum klínískum leiðbeiningum samþykktum
af Landlæknisembættinu um hvernig skuli meðhöndla
þunglyndi og kvíða. Í umræddum leiðbeiningum, sem gefnar
voru út af Landspítalanum í ágúst árið 2011, kemur fram
að stærstur hluti þeirra sem leita á göngudeild geðdeildar
Landspítalans komi þangað vegna fyrrgreindra geðraskana.
Skjalið inniheldur leiðbeiningar um verklag til stuðnings
starfsfólki í heilbrigðisþjónustu við ákvarðanatöku við
tilteknar aðstæður. Þær byggja á bestu þekkingu á hverjum
tíma og eru gagnreyndar. Í leiðbeiningunum er mikilvægi
hugrænnar atferlismeðferðar undirstrikað.
„Einstaklingur sem leitar
á heilsugæslu vegna sál-
rænna erfiðleika, lætur sér
oft duga að fá uppáskrifuð
lyf frekar en að leita sér
aðstoðar hjá sálfræðingi
vegna kostnaðar. “