Kjarninn - 01.05.2014, Blaðsíða 24

Kjarninn - 01.05.2014, Blaðsíða 24
06/09 mEnntamál Gagnrýni og hótanir gagnvart háskólafólki eru hins vegar ekki alltaf uppi á yfirborðinu og til þess að varpa frekara ljósi á aðstæður háskólafólks til þátttöku í samfélagslegri umræðu gerði greinarhöfundur sérstaka könnun meðal prófessora, dósenta og lektora við íslenska háskóla á haustmánuðunum 2013. Könnunin var liður í lokaverkefni í blaða- og frétta- mennsku við Háskóla Íslands. Spurt var um reynslu þessa hóps af þátttöku í samfélagsumræðunni í gegnum fjölmiðla og viðhorfi til slíkrar umræðu. Könnunin var send á um 750 manns og var svarhlutfall um 40%. Margþætt skylda HÁskÓlaFÓlks gagNVart saMFÉlagINU Frumskylda háskólamanna er að sinna kennslu og rannsóknum en árvekni þeirra gagnvart því hvernig þekkingin er notuð í samfélaginu er einnig mikilvæg, segir Vilhjálmur Árnason, prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands. Í því felist meðal annars að háskólafólk sé á varðbergi gagnvart því að farið sé ranglega með eitthvað sem varðar þeirra fræðasvið og að þekking úr háskólunum sé notuð í skaðlegu skyni. Vilhjálmur segir borgaralega skyldu háskólamanna líka geta náð til málefna sem aðrir vanræki vegna þrýstings af ýmsu tagi. „Eins held ég að megi segja að því skeytingarlausari sem stjórnmálin og stjórnmálamenn eru um staðreyndir og mannréttindi, þeim mun sterkari verður þessi skylda að háskólamenn beiti sér,“ segir Vilhjálmur. Hið akademíska samfélag geti með framlagi sínu stuðl- að að því að ákvarðanir sem teknar eru og varða samfélagið séu vel ígrundaðar og upplýstar. Vilhjálmur, sem var formaður vinnuhóps um sið- ferði og starfshætti í tengslum við Rannsóknarnefnd Alþingis 2009–2010, ræddi við Kjarnann um starf vinnuhópsins, meðal annars hvers vegna hópur- inn hefði ákveðið að skoða sérstaklega ábyrgð háskólamanna í aðdraganda bankahrunsins. Í viðtalinu bendir Vilhjálmur líka á mikilvægi þess að háskólamenn greini á milli hlutverks síns sem borgara og vísindamanns og segir frá þverfræðilegri rannsókn sem hann vinnur að ásamt hópi hug- og félagsvísindafólks og hefur það að markmiði að greina hvernig styrkja megi stjórnsiði og lýðræðis- lega innviði íslensks samfélags. Þar horfir hópurinn meðal annars til nágrannalandanna til samanburðar og í rannsókninni er sérstaklega vikið að hlutverki fjölmiðla í lýðræðislegri umræðu. Hlustaðu á allt viðtalið við Vilhjálm Árnason í hlaðvarpinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.