Kjarninn - 01.05.2014, Síða 21

Kjarninn - 01.05.2014, Síða 21
03/09 mEnntamál markmiði að afla nýrrar þekkingar eða leita „sannleikans“, eins og það er stundum nefnt, með aðferðum vísindanna sem byggjast á gagnrýninni hugsun. Veigra sér við að taka þátt Í þessu samhengi hefur verið talað um borgaralegar skyldur háskólafólks, það er að það láti að sér kveða í hinni opinberu umræðu þegar því sýnist réttu máli hallað eða umræða um tiltekin mál vanrækt. Akademískt frelsi háskólafólks, sem oft hefur verið nefnt mikilvægasta lögmál háskólasamfélagsins og felst í frelsi háskólamanna til kennslu, rannsókna og tjáningar án óeðlilegrar íhlutunar annarra í samfélaginu, á að tryggja að fólk úr háskólasamfélaginu geti tekið þátt í umræðunni án þess að óttast um hag sinn. Ýmislegt bendir hins vegar til hluti háskólafólks veigri sér engu að síður við að taka þátt í samfélagsumræðunni hér á landi vegna þess hversu óvægin umræðan getur orðið. Í rannsóknarskýrslu Alþingis er talað um tjáningar- ótta og sjálfskipaða þöggun í þessu samhengi og jafnframt rakin dæmi af hótunum og þöggun sem háskólafólk sætti af hálfu valdafólks í efnahags- og stjórnmálalífi fyrir að andæfa ríkjandi sjónarmiðum í samfélaginu. Á síðustu árum og misserum hafa svo birst fleiri dæmi þess að ákveðins óþols gæti gagnvart þátttöku háskólafólks í opinberri umræðu. Nefna má dæmi þar sem hvatt var til brottreksturs háskólafólks úr nefndum eða starfi fyrir framlag þess til Icesave-umræðunnar eða fyrir að leggja mat á þróun tiltekinna stjórnmálaflokka. Þá má finna tvö nýleg dæmi þar sem háskólafólk hefur verið sakað um pólitísk afskipti eða pólitískar krossfarir eftir að hafa vakið athygli á sjónarmiðum sem ekki hafa verið ráðandi aðilum að skapi. Á málþingi sem haldið var undir yfirskriftinni „Eru háskólakennarar í pólitískri krossferð?“ í Háskóla Íslands á dögunum nefndu þátttakendur fleiri dæmi frá liðnum árum af gagnrýni og hótunum valdafólks í efnahags- og atvinnulífi í garð háskólafólks.

x

Kjarninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.