Framleiðsluuppgjör þjóðhagsreikninga 1973-1978 - 01.10.1982, Blaðsíða 5
Formá1i.
í þessari skýrslu birtast í fyrsta sinn heildar-
uppgjör þjóðarframleiðslu eftir atvinnugreinum. Yfirlit
þessi ná yfir tímabilið 1973-1978 að báðum árum meðtöidum,
og er áformað að þessi skýrslugerð verði framvegis liður í
þjóðhagsreikningagerð Þjóðhagsstofnunar. ðafnframt verður
haldið áfram skýrslugerð um þjóðarútgjöld eða verðmaeta-
ráðstöfun en hún nær allt aftur til ársins 1945. Þessum
tveimur uppgjörsaðferðum er ætlað að styðja hvor aðra og
leiða til traustari niðurstöðu þjóðhagsreikninga. Auk þess
er nú hafið í Þjóðhagsstofnun uppgjör þjóðhagsreikninga
eftir þriðju uppgjörsaðferðinni, tekjuskiptingaraðferðinni.
Tilgangur skýrslugerðar af því tagi, sem hér birtist,
er margvíslegur. Má þar meðal annars nefna að í skýrslunni
er að finna svör við því í hvaða atvinnugrein
verðmætasköpunin á sér stað. Ennfremur kemur fram, hvernig
skipting verðmætasköpunarinnar er milli þess, sem launþegar
bera úr býtum og hins sem fjármagnseigendur fá í sinn hlut
vegna eigin vinnuframlags og til ávöxtunar og endurnýjunar
þess fjármagns, sem bundið er í framleiðslustarfseminni. Þá
má nefna, að framleiðsluuppgjörið sýnir heildarniðurstöður
um verðmæti landsframleiðslunnar, sem bera má saman við
aðrar uppgjörsaðferðir. Skýrslunni er ekki ætlað að vera
kennslubók í þjóðhagsreikningum. Megináhersla er lögð á
eina uppgjörsaðferð, framleiðsluuppgjörið, en öðrum aðferðum
er eingöngu lýst til þess að varpa ljósi á samhengið í
reikningakerfinu.
Skýrsla þessi skiptist í greinargerð, töflur og við-
auka. Greinargerðin skiptist í fimm kafla.
I fyrsta kafla er fjallað almennt um þjóðhagsreikn-
ingakerfi Sameinuðu þjóðanna, sem hér er fylgt. Lýst er
hinum þremur uppgjörsaðferðum og muninum milli þeirra, svo
og þeim uppgjörsaðferðum, sem fylgt hefur verið við íslenska
þjóðhagsreikningagerð.
I öðrum kafla eru skilgreind helstu hugtök þjóðhags-
reikninganna.
I þriðja kafla er fjallað nánar um framleiðsluuppgjör
þjóðhagsreikninganna, gerð framleiðslureikninga og flokkun
þeirra eftir atvinnugreinum.
í fjórða kafla er lýst í stórum dráttum heimildum og
áætlunaraðferðum við framleiðsluuppgjörið fyrir einstakar
atvinnugreinar.
í fimmta og síðasta kafla er fjallað um niðurstöður
uppgjörsins og samanburð við aðrar heimildir. Lýst er hlut-
deild einstakra atvinnugreina í vergri 1andsframleiðslu
1973-1978, skiptingu vergra þáttatekna milli vinnuafls og
fjármagns og fleira.
Á eftir greinargerðinni koma töflur og eru þær alls 27.
Töflunum má í aðalatriðum skipta í þrjá flokka. Fyrst koma
töflur 1 og 2, sem eru yfir1itstöflur um þjóðhags-
reikninga, þá megintalnaefnið um framleiðsluuppgjörið , þ.e.