Framleiðsluuppgjör þjóðhagsreikninga 1973-1978 - 01.10.1982, Side 21

Framleiðsluuppgjör þjóðhagsreikninga 1973-1978 - 01.10.1982, Side 21
19 3 ■ Framleiðsluuppgjör þjóðhagsreikninqa. 3.1. Framleiðslureikninqar í grein 1.5 hér að framan var framleiðsluuppgjörsað - ferðinni lýst stuttlega í samanburði við hinar tvær uppgjörsaðferðirnar. 1 því sem hér fer á eftir verður framleiðsluaðferðinni lýst nánar og í næsta kafla verður fjallað um heimildir og áætlunaraðferðir við uppgjörið fyrir árin 1973-1978, en tölulegar niðurstöður koma fram í töfluhluta skýrsiunnar. Framleiðsluuppgjörið byggist á gerð framleiðslu- reikninga. Hver framleiðslureikningur samanstendur af þremur grundva11arhugtökum, sem áður hafa verið skilgreind, en það eru framleiðsluvirði, aðföng og vinnsluvirði. Hverju þessara hugtaka má síðan skipta í undirliði eftir tilgangi athugunarinnar hverju sinni. í þessari skýrslu er mest áhersla lögð á skiptingu vinnsluvirðisins í laun, rekstrarafgang, afskriftir, óbeina skatta og framleiðsiu- styrki. En í öðru samhengi getur skipting framleiðslu- virðis og aðfanga einnig verið áhugaverð. Þannig má skipta framleiðsluvirðinu eftir ráðstöfun þess í aðföng til annarra atvinnugreina og endanlega ráðstöfun. Endanlega ráðstöfun má síðan aðgreina með sama hætti og í ráðstöfunaraðferð uppgjörsins, þ.e. í einkaneyslu, samneyslu, fjármunamyndun, birgðabreytingu og útflutning. Aðföngin má aðgreina eftir tegundum í t.d. hráefni, viðhald, rafmagn o.s.frv. Sundurliðun framleiðsluvirðis og aðfanga með þessum hætti gerir mögulegt að rekja tengslin milii atvinnugreinanna, en þar er komið að hinni svonefndu aðfanga- og afurðagreiningu (input-output analysis), sem hér verður ekki fjallað um. Framieiðslureikningum svipar um margt til rekstrar- reikninga fyrirtækjanna. Hliðstæðan er þó ekki alger. Sem dæmi má nefna að ýmis frávik geta verið milli framleiðsluvirðis og heildartekna fyrirtækis. Þannig geta t.d. vaxtatekjur fyrirtækis verið taldar til heildartekna þess en vaxtatekjur koma ekki inn í framleiðsluvirðið. Sama máli gegnir um ýmsar óreglulegar tekjur eins og hagnað af söiu fastafjármuna. Slíkar tekjur hafa hvorki áhrif á framleiðsluvirði né rekstrarafgang í þjóðhagsreikninga- uppgjörinu. Ennfremur má nefna, að óbeinir skattar eru sjaldnast taldir með heildartekjum fyrirtækis en þeir koma aftur á móti með í framleiðsluvirði fyrirtækis og mynda hluta af vinnsiuvirði þess. Þá má geta þess, að framleiðsluvirði verslunarfyrirtækis er ekki jafnt og heildarsala þess heldur vörusala að frádreglnni vörunotkun. Á svipaðan hátt og líkja má framleiðsluvirð i við hei1dartekjur fyrirtækis með vissum fyrirvörum, má líkja rekstrarkostnði fyrirtækis að viðbættum hagnaði við summu aðfanga og vinnsluvirðis. Tvennt skiptir hér þó mestu máli. Aðgreining aðfanga og vinnsluvirðisþátta tíðkast ekki í rekstrarreikningum fyrirtækja. Ennfremur er vaxtakostnaður gjaldfærður í rekstrarreikningum fyrirtækja því þar er verið að leita að rekstrarafkomunni eftir greiðslu vaxta af lánsfé. í framleiðs1ureikningunum er rekstrarafgangurinn
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Framleiðsluuppgjör þjóðhagsreikninga 1973-1978

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Framleiðsluuppgjör þjóðhagsreikninga 1973-1978
https://timarit.is/publication/995

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.