Framleiðsluuppgjör þjóðhagsreikninga 1973-1978 - 01.10.1982, Side 19

Framleiðsluuppgjör þjóðhagsreikninga 1973-1978 - 01.10.1982, Side 19
17 rekstrarnauðsynja. Gert er ráð fyrir því, að þessir skattar komi fram í verði þeirrar vöru sem framleidd er eða seld, en skattarnir séu ekki greiddir af þeim tekjum sem myndast í viðkomandi starfsemi. Dæmi um óbeina skatta eru: tollar, söluskattur, fasteignaskattar, launaskattur o.fl. 13) Framleiðslustyrkir (Subsidies). Með framleiðslustyrkjum er átt við reglubundin framlög hins opinbera til einkafyrirtækja eða opinberra fyrirtækja þegar sá tilgangur framlaganna er augljós að haida verði á viðkomandi vöru eða þjónustu undir sannvirði. Dæmi um framleiðslustyrki eru niðurgreiðslur búvöruverðs og framiög Reykjavíkurborgar til þess að jafna rekstrar- halla Strætisvagna Reykjavíkur. 14) Þjóðartekjur á markaðsverði (National income including indirect taxes less subsidies) eru summa launa og rekstrarafgangs að viðbættum óbeinum sköttum en að frádregnum framieiðs1ustyrkjum. Með launum og rekstrarafgangi er átt við bæði þau laun og rekstrarafgang sem myndast í landinu sjálfu og eins laun og rekstrarafgang frá útlöndum nettó. 15) Ráðstöfunartekjur þjóðarinnar (Total national disposable income) eru þjóðartekjur á markaðsvirði að viðbættum tilfærslum nettó frá útlöndum öðrum en launa-, eigna- og atvinnurekstrartekjum og fjármagnsti1færslum. Dæmi um slíkar tilfærslur eru tjónabætur frá útlöndum. 16) Framleiðsluvirði (Gross output). Flér er átt við verðmæti þeirrar vöru eða þjónustu, sem framieidd er á árinu. Verðlagningin miðast við verð frá framleiðanda (producers' value), sjá skilgreiningu þess hugtaks síðar. Framieiðsluvirði verslunargreina er mismunur vörusölu og vörukaupa. Þessi mismunur er oft nefndur brúttóhagnaður og hefur svo verið gert í atvinnuvegaskýrslum Þjóðhagsstofnunar. 17) Aðföng (Intermediate consumption). Með aðföngum er átt við kaup einstakra fyrirtækja eða atvinnugreina á hverskonar hráefnum eða rekstrarvörum frá öðrum fyrirtækjum eða innflutningi. Aðföngin eru verðlögð á markaðsverði (purchasers 'value) . Sérstök athygli skal vakin á því, að skilgreiningu aðfanga hefur verið breytt hér frá því sem verið hefur í atvinnuvegaskýrslum Þjóðhagsstofnunar. Munurinn er fólginn í því, að aðstöðu- og iðnlánasjóðsgjald og fasteignagjöld voru áður talin til aðfanga en eru nú talin til óbeinna skatta. Aftur á móti eru ieigur nú taldar til aðfanga en voru áður hluti af vinnsiuvirði . Breytingar þessar eru gerðar til samræmis við þjóðhagsreikningakerfi Sameinuðu þjóðanna (SNA). 18) Vinnsluvirði (Value added). Vinnsluvirði er hin eiginlega framleiðsla í skilningi þjóðhagsreikninga. Það má skilgreina með tvennum hætti. Annars vegar sem mismun framleiðsluvirðis og aðfanga eða hins vegar sem summuna af hreinum hagnaði og þeim rekstrarkostnaði, sem ekki telst aðföng, en það eru laun, afskriftir og vextir. Þar 2
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Framleiðsluuppgjör þjóðhagsreikninga 1973-1978

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Framleiðsluuppgjör þjóðhagsreikninga 1973-1978
https://timarit.is/publication/995

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.