Framleiðsluuppgjör þjóðhagsreikninga 1973-1978 - 01.10.1982, Blaðsíða 19
17
rekstrarnauðsynja. Gert er ráð fyrir því, að þessir
skattar komi fram í verði þeirrar vöru sem framleidd er
eða seld, en skattarnir séu ekki greiddir af þeim tekjum
sem myndast í viðkomandi starfsemi. Dæmi um óbeina
skatta eru: tollar, söluskattur, fasteignaskattar,
launaskattur o.fl.
13) Framleiðslustyrkir (Subsidies). Með framleiðslustyrkjum
er átt við reglubundin framlög hins opinbera til
einkafyrirtækja eða opinberra fyrirtækja þegar sá
tilgangur framlaganna er augljós að haida verði á
viðkomandi vöru eða þjónustu undir sannvirði. Dæmi um
framleiðslustyrki eru niðurgreiðslur búvöruverðs og
framiög Reykjavíkurborgar til þess að jafna rekstrar-
halla Strætisvagna Reykjavíkur.
14) Þjóðartekjur á markaðsverði (National income including
indirect taxes less subsidies) eru summa launa og
rekstrarafgangs að viðbættum óbeinum sköttum en að
frádregnum framieiðs1ustyrkjum. Með launum og
rekstrarafgangi er átt við bæði þau laun og
rekstrarafgang sem myndast í landinu sjálfu og eins laun
og rekstrarafgang frá útlöndum nettó.
15) Ráðstöfunartekjur þjóðarinnar (Total national disposable
income) eru þjóðartekjur á markaðsvirði að viðbættum
tilfærslum nettó frá útlöndum öðrum en launa-, eigna- og
atvinnurekstrartekjum og fjármagnsti1færslum. Dæmi um
slíkar tilfærslur eru tjónabætur frá útlöndum.
16) Framleiðsluvirði (Gross output). Flér er átt við verðmæti
þeirrar vöru eða þjónustu, sem framieidd er á árinu.
Verðlagningin miðast við verð frá framleiðanda
(producers' value), sjá skilgreiningu þess hugtaks síðar.
Framieiðsluvirði verslunargreina er mismunur vörusölu og
vörukaupa. Þessi mismunur er oft nefndur brúttóhagnaður
og hefur svo verið gert í atvinnuvegaskýrslum
Þjóðhagsstofnunar.
17) Aðföng (Intermediate consumption). Með aðföngum er átt
við kaup einstakra fyrirtækja eða atvinnugreina á
hverskonar hráefnum eða rekstrarvörum frá öðrum
fyrirtækjum eða innflutningi. Aðföngin eru verðlögð á
markaðsverði (purchasers 'value) . Sérstök athygli skal
vakin á því, að skilgreiningu aðfanga hefur verið breytt
hér frá því sem verið hefur í atvinnuvegaskýrslum
Þjóðhagsstofnunar. Munurinn er fólginn í því, að
aðstöðu- og iðnlánasjóðsgjald og fasteignagjöld voru áður
talin til aðfanga en eru nú talin til óbeinna skatta.
Aftur á móti eru ieigur nú taldar til aðfanga en voru
áður hluti af vinnsiuvirði . Breytingar þessar eru gerðar
til samræmis við þjóðhagsreikningakerfi Sameinuðu
þjóðanna (SNA).
18) Vinnsluvirði (Value added). Vinnsluvirði er hin
eiginlega framleiðsla í skilningi þjóðhagsreikninga. Það
má skilgreina með tvennum hætti. Annars vegar sem mismun
framleiðsluvirðis og aðfanga eða hins vegar sem summuna
af hreinum hagnaði og þeim rekstrarkostnaði, sem ekki
telst aðföng, en það eru laun, afskriftir og vextir. Þar
2