Framleiðsluuppgjör þjóðhagsreikninga 1973-1978 - 01.10.1982, Blaðsíða 20
18
eð framleiðsluvirði er tilgreint á verði frá framleiðanda
og aðföng á markaðsverði leiðir af því, að vinnsluvirði
verður á verði frá framleiðanda. Þeir óbeinu skattar og
framleiðslustyrkir, sem falla til á viðkomandi
framleiðslustigi eru því meðtaidir í vinnsluvirðinu.
Vinnsluvirðið er því summa eftirtalinna liða, og er þá
átt við vergt vinnsluvirði á markaðsvirði eins og jafnan
í þessari skýrslu, nema annað sé tekið fram:
Laun og tengd gjöld
+ Afskriftir
+ Rekstrarafgangur
+ Óbeinir skattar
- Framleiðslustyrkir
= Vinnsluvirði
Summa vinnsluvirðis fyrir allar atvinnugreinar í landinu
er jöfn vergri iandsframleiðsiu.
19) Innlendar þáttatekjur (Domestic factor income) eru summa
launa og tengdra gjalda og rekstrarafgangs af starfsemi
innanlands.
20) Vergar þáttatekjur (Gross domestic factor income) eru
raunar vergar innlendar þáttatekjur og eru summa inn-
lendra þáttatekna og afskrifta.
21) í sambandi við verðlagningu vöru og þjónustu í
þjóðhagsreikningakerfinu með tilliti til óbeinna skatta
og framleiðslustyrkja skipta þrjú hugtök mestu máli en
það eru verð frá framleiðanda (producers' value),
markaðsverð eða verð til kaupanda (purchasers' value), og
þáttaverð (factor value). Með verði frá framleiðanda er
átt við verðmæti vöru og þjónustu eins og það er verðlagt
af framleiðanda og eru þá meðtaldir þeir óbeinu skattar
sem þá leggjast á vöruna en frá dragast þeir
framleiðslustyrkir sem greiddir hafa verið vegna
framleiðslunnar á því stigi. Athygli skal vakin á því,
að þetta hugtak hefur verið kallað markaðsvirði í
atvinnuvegaskýrslum Þjóðhagsstofnunar.
Með markaðsverði eða verði til kaupanda er hér aftur á
móti átt við það verð sem kaupandi borgar fyrir vöruna.
Mismunur þess verðs og verðsins, sem framleiðancfi fær
fyrir vöruna, er sú verðmætisaukning sem á sér stað frá
því varan fer frá framleiðanda og þar tii hún kemur til
kaupanda, en þessi munur er flutningskostnaður og
verslunarálagning.
Með þáttaverði er aftur á móti átt við verð frá
framleiðanda að frádregnum þeim óbeinu sköttum en
viðbættum framleiðslustyrkjum sem koma á vöruna áður en
hún fer frá framleiðanda.