Framleiðsluuppgjör þjóðhagsreikninga 1973-1978 - 01.10.1982, Blaðsíða 16
14
Tölur þessar voru að mestu unnar úr gögnum Framkvæmda-
bankans. í 12. hefti tímarits Framkvæmdabankans er meðal
annars lýst þeim uppgjörsaðferðum, sem í fyrstu var fylgt.
Árin 1945-1960 voru þjóðhagsreikningarnir gerðir upp eftir
tekjuframtalsaðferðinni, sem í eðli sínu er sama
uppgjörsaðferð og er hér kölluð tekjuskiptingaraðferð.
Oafnhliða tekjuframta1saðferðinni voru þjóðartekjur fjögurra
síðustu áranna, 1957-1960, áætlaðar sérstaklega samkvæmt
ráðstöfunaraðferðinni. Niðurstöðurnar sýndu hærri þjóðar-
tekjur samkvæmt ráðstöfunaraðferðinni en tekjuframtals-
aðferðinni öll árin og voru þjóðartekjur 6-14% hærri
samkvæmt ráðstöfunaruppgjöri en tekjuframtalsuppgjöri.
Þetta ósamræmi uppgjörsaðferðanna, sem að meðaltali var um
11%, var leyst þannig, að þjóðartekjutölur áranna 1945-1956
samkvæmt tekjuframtalsaðferðinni voru hækkaðar um slétt 10%.
Af því sem hér hefur verið sagt, má ráða, að á árunum
1945-1956 var tekjuframta1saðferðinni fylgt við gerð
þjóðhagsreikninganna, en frá og með árinu 1957 tók
ráðstöfunaraðferðin við. Henni hefur síðan verið fylgt, að
meira eða minna leyti í samræmi við þær aðferðir sem mótaðar
voru í Framkvæmdabankanum á sínum tíma og að nokkru er lýst
í 12. hefti "Úr þjóðarbúskapnum". Á þeim tíma, sem síðan
er liðin, hafa öðru hvoru verið gerðar tilraunir til þess að
gera upp þjóðhagsreikn i ngana eftir tekjuframta1saðferðini.
Ekki hefur þó gefist tóm til þess að ljúka þeim tilraunum
vegna forgangs annarra verkefna. Á vegum Þjóðhagsstofnunar
er þetta verk nú hafið að nýju.
Samræmt uppgjör þjóðhagsreikninga frá framleiðsluh1ið
hefur ekki verið gert fyrr en nú fyrir árabilið 1973-1978 og
er það birt í þessari skýrsiu. Einn megingrundvö1iur
þessarar skýrslugerðar eru atvinnuvegaskýrsiur Þjóðhags-
stofnunar en þær hafa komið út frá árinu 1972. Heimildum og
áætlunaraðferðum er nánar lýst í 4. kafla hér á eftir.