Framleiðsluuppgjör þjóðhagsreikninga 1973-1978 - 01.10.1982, Qupperneq 29

Framleiðsluuppgjör þjóðhagsreikninga 1973-1978 - 01.10.1982, Qupperneq 29
27 hliðsjón af slysatryggðum ársverkum í þessum atvinnugreinum. Ársverkin ásamt launakostnaði á ársverk skv. atvinnuvega- skýrslum Þjóðhagsstofnunar fyrir byggingarstarfsemi einkaaðila má nota til þess að áætla launagreiðslur við opinberar framkvæmdir án aðildar verktaka. Þessar áætluðu launagreiðslur er þó einungis unnt að hafa til hliðsjónar, meðal annars vegna þess, að launakostnaður á ársverk er all breytilegur milli greina. Af því sem hér hefur verið sagt, má ráða, að áætlanir um framleiðslureikninga hins opinbera eru um margt óvissar og verður að telja að þessir framleiðslureikningar séu einna ótraustastir af einstökum framleiðslureikningum, fyrst og fremst vegna óvissunnar um það, hve stór hluti af framkvæmdunum sé áður talinn með hjá einkaaðilum. Ætlunin er að bæta úr þessum ágalla skýrslugerðarinnar, þegar úrvinnsla 1aunamiðaskýrslnanna eftir atvinnugreinanúmerum er komin á fastara form en nú er. Auk framkvæmda hins opinbera og byggingarstarfsemi einkaaðila, sem lýst er í atvinnuvegaskýrslum Þjóðhags- stofnunar, nær atvinnugrein 50, byggingarstarfsemi einnig til nokkurra annarra greina. Má þar nefna eigin vinnu húsbyggjenda og bænda og starfsemi ræktunarsambanda. Heimildir um eigin vinnu húsbyggjenda er helst að finna í húsbyggingaskýrslum með skattframtölum einstaklinga, sem eru að byggja íbúðarhúsnæði í eigin þágu. Kannaðar voru um það bil 30 húsbyggingarskýrslur úr Reykjavík fyrir eitt ár, 1977, framtal 1978. Samkvæmt þeim var eigin vinna húsbyggjenda að meðaltali 660 klst. á íbúð á ári. Þessar vinnustundir voru verðlagðar á meða1tímakaupi iðnaðarmanns í dagvinnu hvert ár. Oafnframt var hlutdeild eigin vinnu í framkvæmdakostnaði úrtakshópsins áætluð og upplýsinga aflað um fjölda íbúða í smíðum á hverju ári. Tölur um fjölda íbúða í smíðum voru þó lækkaðar nokkuð vegna bygginga verkamannabústaða og leigu- og söluíbúða sveitarfélaga, sem að jafnaði eru afhentar fu11frágengnar og því ekki um neina eigin vinnu þar að ræða. Að fengnum þessum upplýsingum var eigin vinna áætluð með tvennum hætti. Annars vegar var eigin vinna áætluð sem margfeldi af "leiðréttum " fjölda íbúða í smíðum, fjölda eigin vinnustunda á íbúð og tímakaupi, en hins vegar sem sama hlutfall af heildar- fjárfestingu í íbúðarhúsabyggingum og fram kom í úrtaks- athuguninni. Hei1arfjárfestingin hafði áður verið leiðrétt vegna þeirra íbúða, sem ætla mátti að afhentar hafi verið fui1frágengnar. Flest árin voru niðurstöður þessara tveggja aðferða ekki mjög frábrugðnar og var ákveðið að nota meðaltal þeirra . Til viðbótar við eigin vinnu húsbyggjenda er talin til sama framleiðslureiknings eigin vinna bænda við nýfram- kvæmdir útihúsa. Sú vinna er áætluð eftir upplýsingum úr ársskýrslu Búreikningastofu landbúnaðarins en þar koma meðal annars fram unnar klukkustundir við nýframkvæmdir útihúsa að meðaltali á þeim býlum, sem úrtak Búreikningastofunnar nær til . Reiknuð laun húsbyggjenda og bænda teljast til rekstrarafgangs á framleiðslureikningi en ekki til launa og
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Framleiðsluuppgjör þjóðhagsreikninga 1973-1978

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Framleiðsluuppgjör þjóðhagsreikninga 1973-1978
https://timarit.is/publication/995

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.