Framleiðsluuppgjör þjóðhagsreikninga 1973-1978 - 01.10.1982, Blaðsíða 42
40
tíma. Samanburður á niðurstöðum eftir þessum tveimur
aðferðum er sýndur í eftirfarandi töflu:
Heildarafskriftir í þjóðhaqsreikninqum 1973-1978
Hill.tonir krona a verðlaqi hvers ars
1973 1974 1975 1976 1977 1978
Afskriftir samkvæmt
ráðstöfunaruppgjöri 114 172 283 371 489 753
Afskriftir samkvæmt framleiðsluuppgjöri 106 162 251 318 424 602
Mismunur í % (3.=2./1.) -7,0% I V/1 OD c* -11,3% -14,3% -13,3% -20,0%
í ljós kemur, að mismunurinn á niðurstöðum eftir þessum
tveimur aðferðum er á bilinu 6-20% og fer vaxandi.
Ástæðurnar fyrir þessum mun geta verið margvíslegar. Má þar
meðal annars nefna, að afskriftastofninn þ.e. matsverð
fjármunanna getur verið annað í efnahagsreikningum
fyrirtækjanna en samkvæmt þjóðarauðsmati auk þess sem
afskriftaprósentur eru aðrar. Þá má nefna, að fjórðungur
til þriðjungur framkomins munar á rót sína að rekja til
ólíkrar meðferðar á afskrift samgöngumannvirkja í upp-
gjörsaðferðunum. Þannig er afskrift samgöngumannvirkja með-
talin í ráðstöfunaruppgjörinu en ekki í framleiðsluupp-
gjörinu. Við gerð framleiðsluuppgjörsins hefur í þessum
efnum verið fylgt þjóðhagsreikningakerfi Sameinuðu þjóðanna
eins og vitnað er til í grein 1.1 hér að framan.
Að frátalinni afskrift samgöngumannvirkja mætti kanna,
hvort munur í afskriftum yrði rakin til einnar atvinnu-
greinar fremur en annarrar. Slíkt verður þó ekki gert hér.
Hins vegar er í töflu 27 birt yfirlit yfir þjóðarauðinn
1970-1980 í þeirri fyllstu sundurliðun, sem völ er á. Af
þeirri töflu má þó ráða, að sundurliðun þjóðarauðsins fellur
ekki alls kostar vel að atvinnugreinaflokkuninni og ýmsum
liðum þjóðarauðsins eins og flutningatækjum og
skrifstofuhúsæði hefur ekki verið skipt milli atvinnugreina.
Af þessum sökum gæti samanburður afskrifta eftir
atvinnugreinum samkvæmt uppgjörsaðferðunum tveimur reynst
torveldur .