Framleiðsluuppgjör þjóðhagsreikninga 1973-1978 - 01.10.1982, Blaðsíða 18
16
hráefnum, hálfunnum og fullunnum vörum í eigu
atvinnugreinanna. Eins og nú háttar til í íslensku
þjóðhagsreikningunum eru yfirleitt aðeins teknar með
breytingar útflutningsvörubirgða og bústofns.
7) Þjóðarútgjöld (National Expenditure ) , einnig nefnd
verðmætaráðstöfun, er samtala einkaneyslu, samneyslu,
fjármunamyndunar og birgðabreytinga .
8) Útflutningur vöru og þjónustu (Exports of goods and
services) og innflutningur vöru og þjónustu (imports of
goods and services). Rétt er að geta þess að til þess er
ætlast að vöruútflutningur sé hér verðlagður á fob-verði
og innflutningur á cif-verði eins og gert er í
versiunarskýrslum. Hér ræður verð vörunnar þegar hún fer
yfir landamærin. Tekjur innlendra skipafélaga af
vöruflutningum að og frá landinu koma á þjónustuút-
flutning.
Vaxtagreiðslur til eða frá útlöndum koma ekki inn í
þjónustuinnflutning eða útflutning. Þess í stað er farið
með slíkar vaxtagreiðslur sem eignatekjur og þær ásamt
launagreiðslum til eða frá útlöndum skýra muninn á
landsframleiðslu og þjóðarframleiðslu. í ráðstöfunar-
uppgjöri íslenskra þjóðhagsreikninga hefur jafnan verið
miðað við þjóðarframleiðslu og vaxtagreiðslur því teknar
með í þjónustuviðskiptum.
9) Laun og launatengd gjöld (Compensation of employees).
Hér er átt við greiðslur til launþega fyrir þátttöku
þeirra í atvinnustarfseminni, þar meðtaldar greiðslur í
formi hlunninda, sem vinnuveitandi lætur launþega í té
frítt eða stórlega niðurgreitt og ótvírætt koma launþega
til góða sem neytanda. Hér eru ennfremur meðtaldar
greiðslur vinnuveitenda í 1ífeyrissjóði, slysa- og
atvinnuleysistryggingagjöld, greiðslur í styrktar- og
sjúkrasjóði o.fl. Launaskattur telst þó ekki hér heldur
til óbeinna skatta. Meðferðinni á launaskatti hefur
verið breytt hér frá því sem verið hefur í atvinnu-
vegaskýrslum Þjóðhagsstofnunar en fram til þessa hefur
launaskattur verið talinn með launum í þeim skýrslum.
10) Rekstrarafgangur (Operating surplus). Öliu nákvæmara
væri að skilgreina þetta hugtak sem "hreina hlutdeild
fjármagns að viðbættum eigendalaunum í einstaklings-
fyrirtækjum". Hér er nánast átt við það, sem reksturinn
skilar fyrir greiðslu tekju- og eignarskatta en eftir
frádrátt afskrifta, til ávöxtunar þess fjármagns sem
bundið er í starfseminni, hvort heldur það er eigið fé
eða lánsfé. Ennfremur telst tii rekstrarafgangs laun eða
eigin úttekt eiganda í einstak1ingsfyrirtæki. Dæmi um
slíkt eru t.d. laun bænda og fjölskyldna þeirra við
eigin búrekstur.
11) Afskriftir (Consumption of fixed capital) er eðlileg
úrelding og slit eignfærðra fjármuna vegna notkunar
þeirra í framleiðslustarfseminni . Ófyrirsjáanleg úreld-
ing, t.d. vegna tækniframfara, telst ekki til afskrifta.
12) Óbeinir skattar (Indirect taxes) eru skattar lagðir á
atvinnustarfsemina vegna framleiðslu, sölu eða kaupa