Framleiðsluuppgjör þjóðhagsreikninga 1973-1978 - 01.10.1982, Blaðsíða 11
9
Gagnstætt framleiðslustarfseminni eða raunvirðistraumunum
sýna tekju- og útgjaldareikningarnir tekju- og millifærslu-
strauma milli geiranna, sparnað, fjármunamyndun og fjár-
mögnun hennar o.fl. Geiraskipting tekju- og útgjaldareikn-
inganna er með nokkuð öðrum hætti en geiraskipting fram-
1eiðslustarfseminnar. í tekju- og útgjaldareikningunum eru
geirarnir oftast fjórir þ.e. fyrirtæki önnur en
peningastofnanir, peningastofnanir, hið opinbera og
heimilin.
1.3 Helstu uppgjörsaðferðir
Eins og áður er komið fram, er tilgangur þjóð-
hagsreikningagerðarinnar að mæla árangur efnahagsstarfsem-
innar í þjóðarbúinu. Árangurinn felst í þeirri 'verðmæta-
sköpun, sem á sér stað á rekstrartímabi1inu, oftast einu
ári. Þennan árangur má meta út frá þremur sjónarhornum eða
uppgjörsaðferðum.
1 ) Ráðstöfunaraðferð
2) Framleiðsluaðferð
3) Tekjuskiptingaraðferð
Hér á eftir verður hverri þessara þriggja uppgjörs-
aðferða lýst stuttlega, en að öðru leyti fjallar þessi
skýrsla einungis um framleiðsluuppgjör þjóðhagsreikninga og
svo til allt talnaefni í skýrslunni er byggt á þeirri
aðferð.
1.4. Ráðstöfunaraðferð i n
Ráðstöfunaraðferðin byggir á því að þeim verðmætum, sem
myndast í þjóðarbúskapnum, er jafnframt ráðstafað, annað-
hvort til neyslu eða fjárfestingar (þ.m.t. birgðabreyt-
ingar). Summa þessara tveggja liða að viðbættum viðskipta-
jöfnuðinum við útlönd er þá jöfn þjóðarframleiðslunni.
Samhengi þessara þjóðhagsstærða má tákna á jöfnuformi með
eftirfarandi hætti:
Y=C+G+I+B+(X-M)
þar sem Y táknar
C
G
I "
B "
X "
M "
X - M "
verga þjóðarframleiðslu
einkaneyslu
samneyslu
fjárfestingu
birgðabreytingu
útflutning
innflutning
viðskiptajöfnuð
Neyslunni hefur hér verið skipt í tvennt, einkaneyslu
og samneyslu, og birgðabreytingar eru sýndar sérstaklega.
Þetta form þjóðhagsreikninga er sennilega það sem algengast
er og oftast birt. 3öfnuformið gefur til kynna, að
sjálfstætt mat á hverjum einstökum lið í hægri hlið