Framleiðsluuppgjör þjóðhagsreikninga 1973-1978 - 01.10.1982, Blaðsíða 14
12
fremst en einnig einstökum þáttum þess eins og launa-
greiðslum.
Einn þáttur tekjuskiptingaruppgjörsins er geiraskipting
efnahagsstarfseminnar og er þá oftast miðað við fjóra geira
eins og áður hefur verið nefnt, þ.e. fyrirtæki önnur en
peningastofnanir, peningastofnanir, hið opinbera og heim-
ilin. Uppgjöri geiranna er hagað þannig að ýmsir tekju-
straumar milli þeirra eru skráðir svo sem vaxtatekjur,
arður, tekjuti1færslur frá hinu opinbera og margt fleira.
Viðskiptin miili aðila innan sama geira eru aftur á móti
ekki tekin með. Þegar geirarnir eru síðan dregnir saman í
eitt, jafnast tekjufærsla í einum geira á móti hliðstæðri
gjaldfærslu í öðrum. Eftir stendur þá tekjumegin það, sem
framleiðsluþættirnir, vinna og fjármagn, hafa hvor um sig
borið úr býtum en gjaldamegin verður eftir neysia og
sparnaður. Segja má, að tekjuskiptingaruppgjörið geti litið
út á eftirfarandi hátt, þegar geirarnir fjórir hafa verið
lagðir saman og mi11iviðskipti jöfnuð út:
Tekjuskiptingaruppgjör
Útgjöld | 1 Tekjur
Einkaneysla C ! Laun og launatengd gjöld Wd
Samneysla G ! Rekstrarafgangur Od
Sparnaður S ! Innlendar þáttatekjur Wd + Od
! Launatekjur frá útlöndum,
! nettó Wa
! Eigna- og atv i nnurekstrar-
i tekjur frá útlöndum, nettó Oa
! Óbeinir skattar T i
! i Frádr.: Framleiðslustyrkir S
! Þjóðartekjur á
! markaðsverði NI
! Tiifærslur nettó frá
! útlöndum, aðrar en launa -,
! eigna- og atvinnurekstrar-
! tekjur og fjármagnsti1-
! færslur T r
Útgjöld alls ! C + G + S ! Ráðstöfunartekjur þjóðarinnar NDI
Á jöfnuformi má tákna samband stærðanna þannig:
NI = (Wd + Wa) + (Od + Oa) + Ti - S
NDI = NI + Tr
NDI = C + G + S
Samhengi tekjuskiptingaruppgjörs og framleiðsluuppgjörs
má nú ráða af samanburði á þessari töflu og töflunni í grein
1.5 hér að framan. Vinnsluvirðið í framleiðsluuppgjörinu
skiptist í laun, rekstrarafgang, afskriftir, óbeina skatta
og framleiðslustyrki. Hver þessara liða í vinnsluvirðinu
myndar tekjulið í viðeigandi geira tekjuskiptingarupp-
gjörsins. Þannig fara öll launin inn á heimilageirann, en
hagnaðurinn getur skipst á alla geirana. Til viðbótar geta