Framleiðsluuppgjör þjóðhagsreikninga 1973-1978 - 01.10.1982, Blaðsíða 41
39
framan. Þó er rétt að benda á tvö atriði í þessu sambandi.
í fyrsta lagi hefur endanlegt uppgjör einkaneyslu og þar með
landsframleiðslu út frá ráðstöfunarhlið dregist all mjög
aftur úr öðrum þáttum ráðstöfunaruppgjörsins. Er árið 1973
síðasta árið, sem endanlegar einkaneyslutölur liggja fyrir
um. í reynd er því verið að bera saman sem næst endanlegar
þáttatekjur samkvæmt framleiðsluuppgjöri við þáttatekjur
samkvæmt ráðstöfunaruppgjöri, sem að nokkru eru bráða-
birgðatölur. Á grundvelli fyrri reynslu má ætla að
endanlegar tölur samkvæmt ráðstöfunaruppgjöri muni reynast
hærri en bráðabirgðatölurnar. Munurinn milli uppgjörs-
aðferða ætti því að minnka frá því sem nú er, þegar
endanlegt uppgjör einkaneyslunnar liggur fyrir.
Annað atriði, sem vert er að vekja sérstaka athygli á,
tengist rekstrarafgangi. Rekstrarafgangur nær hér til
hagnaðar áður en vextir hafa verið greiddir. Hér eiga því
ekki að koma upp álitamál um meðferð vaxta og verðbóta.
Hins vegar kann að orka tvímælis, hvort tekjur og gjöld eru
á sambærilegu verðlagi og ef svo er ekki má leiða líkur að
því, að tilkostnaður sé gjaldfærður á verðlagi þegar varan
er keypt en tekjur komi á verðiagi söludags. Þar sem svo
háttar til kemur óraunverulegur "verðbólguhagnaður" inn í
rekstrarafgang. Á þessu stigi málsins hefur ekki verið gerð
tiiraun til þess að meta, hve miklu hér kann að muna. Hins
vegar hafa skapast traustari heimildir til slíks mats frá og
með árinu 1979 og er þá átt við tilkomu verðbreytingafærs1na
í skattframtölum fyrirtækja.
5.4 Mat á afskriftum í þjóðhaqsreikninqum.
Eins og áður hefur komið fram mynda laun, rekstrar-
afgangur og afskriftir til samans vergar þáttatekjur. Einn
þessara þriggja liða, afskriftir, eða slit og úrelding
fjármuna eins og afskriftir eru iðulega nefndar í
þjóðhagsreikningayfir1itum Þjóðhagsstofnunar hafa verið
áætlaðar bæði í ráðstöfunar- og framleiðsluuppgjörinu.
Fróðlegt getur verið að skoða niðurstöður þessara tveggja
uppgjörsaðferða varðandi afskriftir. Niðurstöðurnar raska
þó ekki þeim samanburði á vergum þáttatekjum, sem áður var
lýst, en gætu leitt til annarrar skiptingar milli afskrifta
og hreins hagnaðar, ef niðurstöður raðstöfunaruppgjörs um
afskriftir væru notaðar í stað framleiðsluuppgjörs.
Aðferðirnar við mat á afskriftunum eru mjög
frábrugðnar. Annars vegar byggir framleiðsiuuppgjörið að
mestu a afskriftamati fyrirtækjanna sjálfra eins og það
kemur fram í ársreikningum þeirra. Það ræðst fyrst og
fremst af ákvæðum skattalaga. Þó eru á því nokkrar
veigamiklar undantekningar. Má þar meðal annars nefna, að
afskriftir af fiskiskipaflotanum eru reiknaðar samkvæmt
vátryggingaverðmæti hans og afskriftir í fiskvinnslu eru
buggðar á þjóðarauðsmati fjármuna í fiskvinnslu. Hins vegar
eru afskriftirnar í ráðstöfunaruppgjörinu alfarið byggðar á
þjóðarauðsmati Þjóðhagsstofnunar og er þjóðarauðurinn þá
metinn á afskrifuðu endurnýjunarvirði fjármunanna á hverjum