Framleiðsluuppgjör þjóðhagsreikninga 1973-1978 - 01.10.1982, Blaðsíða 34

Framleiðsluuppgjör þjóðhagsreikninga 1973-1978 - 01.10.1982, Blaðsíða 34
3 2 4.2.16 Starfsemi hins opinbera f greinum 4.2.1 til 4.2.15 hér að framan hefur verið fjallað um einn af þremur geirum framleiðslureikninganna, þ.e. starfsemi fyrirtækja, og hefur starfsemi fyrirtækja- geirans þá jafnframt verið atvinnugreinaflokkuð samkvæmt tveggja stafa ISIC-flokkun Sameinuðu þjóðanna. Hér verður á hinn bóginn fjallað um næsta geira, starfsemi hins opinbera, en um aðgreiningu milli geiranna má vísa til þess, sem sagt er í grein 3.2 hér að framan. Starfsemi hins opinbera mætti flokka á atvinnugreinar samkvæmt ISIC-f1okkuninni með líkum hætti og starfsemi fyrirtækjanna, þótt slíkt sé ekki gert hér. Ef svo væri myndi starfsemi hins opinbera að stærstum hluta vera talin til atvinnugreinanna 91, 92 og 93. Starfsemi hins opinbera nær til opinberrar stjórnsýslu, löggæslu, mennta- og heilbrigðismála, velferðarmála, o.fl. Framleiðsluvirði þessarar starfsemi er að langstærstum hluta samneyslan eins og hún er sett fram í ráðstöfunaruppgjörinu en þar til viðbótar koma ýmsar tekjur og seld þjónusta þeirra opinberu aðila, sem teljast til þessa geira. Heimildir við gerð framleiðslureiknings fyrir starfsemi hins opinbera eru fyrst og fremst ríkisreikningur og reikningar bæjar- og sveitarfélaga . Þjóðhagsstofnun hefur annast úrvinnslu þessara reikninga. Skipulagi þeirrar úrvinnslu hefur verið hagað þannig, að yfirlit fengist um tekjur og gjöld opinbera geirans eins og hann er skilgreindur í tekjuskiptingaruppgjörinu, sjá grein 1.6 hér að framan. Þessi úrvinnsla er jafnframt liður í uppgjöri þjóðarframleiðslunnar út frá ráðstöfunarh1iðinni og veitir meðal annars upplýsingar um samneysluna. Þótt tölur um samneysluna liggi fyrir og þar með stærstur hluti framleiðsluvirðisins, þá þarf einnig að skipta framleiðsluvirðinu milli aðfanga og vinnsluvirðis við gerð framleiðslureikninga. I sumum tilvikum er slík skipting tiltæk en í öðrum ekki og þarf þá að áætla hana sérstaklega. I því sambandi er m.a. höfð hliðsjón af vinnuvikum og brúttótekjum auk beinna upplýsinga um áætluð launahlutföll í einstökum útgjalda1iðum. 4,2.17 Önnur starfsemi Þriðji geirinn í framleiðslureikningunum er önnur starfsemi. Hér er um að ræða mjög lítinn geira og álitaefni, hvort ástæða er til þess að sýna hann sérstaklega. Su leið er þó valin og ræður hér mestu, að þessum geira svipar að sumu leyti til hinna tveggja. Hér er ekki um að ræða starfsemi, sem rekin er í ágóðaskyni, og er að því leyti svipuð starfsemi hins opinbera. Hins vegar er þjónusta þessa geira í mörgum tilvikum seld á markaði, eins og um fyrirtæki væri að ræða. Sú starfsemi sem telst til þessa geira er rekstur elliheimila, ýmissa velferðarstofnana og hagsmunasamtaka, auk áhugasamtaka .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Framleiðsluuppgjör þjóðhagsreikninga 1973-1978

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framleiðsluuppgjör þjóðhagsreikninga 1973-1978
https://timarit.is/publication/995

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.