Framleiðsluuppgjör þjóðhagsreikninga 1973-1978 - 01.10.1982, Page 10

Framleiðsluuppgjör þjóðhagsreikninga 1973-1978 - 01.10.1982, Page 10
1. Þjóðhaqsreikningakerfi Sameinuðu þjóðanna 1■1 Hvað eru þjóðhagsreikninqar ? í almennum orðum má segja að þjóðhagsreikningar séu bókhald fyrir þjóðarbúskapinn. Tilgangur þjóðhagsreikn- inga er að setja fram tölulega og á kerfisbundinn hátt yfirlit yfir efnahagsstarfsemina í þjóðarbúskapnum í heild svo og einstaka þætti starfseminnar. Hér er þó ekki um að ræða bókhald í þeim skilningi að öll viðskipti séu skráð, enda væri slíkt óviðráðanlegt. Þess í stað er athyglinni beint að ákveðnum meginhugtökum. Má þar nefna þjóðarútgjöld , viðskiptajöfnuð , launagreiðslur , rekstarar- hagnað svo og mikilvægasta hugtakið sjálfa þjóðarfram- leiðsluna, auk margra fleiri hugtaka. Tilgangurinn með þjóðhagsreikningagerðinni er að mæla árangur efnahagsstarfseminnar þ.e. afkomu og efnahag þjóðarbúsins. Hiiðstæðan við bókhaldsuppgjör fyrirtækis er hér auðsæ, þótt umfang þjóðhagsreikninganna sé að sjálfsögðu meira og bókhaldið flóknara, þar sem verðmætastraumunum er fylgt eftir út fyrir starfsvettvang fyrirtækjanna. Að jafnaði er þjóðhagsreikningakerfum skipt upp í einingar eða geira og viðskipti milli geiranna skráð. Afmörkun geiranna getur verið með ýmsu móti en hlýtur að taka mið af þeim tilgangi sem skýrsiugerðinni er almennt ætlað að þjóna. í meginatriðum er fylgt alþjóðlega viðurkenndum aðferðum og verður í því sem hér fer á eftir fylgt þjóðhagsreikningakerfi Sameinuðu þjóðanna (1), sem allur þorri þjóða heims fylgir að undanteknum Austur- Evrópuríkjunum aðallega. Kerfi þetta er jafnan nefnt SNA. 1.2 Geiraskipting þjóðhagsreikninqanna Sem dæmi um þá geiraskiptingu, sem fylgt er í þjóðhagsreikningakerfi Sameinuðu þjóðanna (SNA) má nefna, að í einum hluta þjóðhagsreikningakerfisins er allri framleiðslustarfseminni skipt í tvo til þrjá geira, þ.e. starfsemi fyrirtækja, starfsemi hins opibera og aðra starfsemi. Innan hvers þessara þriggja geira er starf- seminni síðan skipt eftir atvinnugreinum eins og .nánar verður lýst hér síðar. Þetta er sú geiraskipting, sem fylgt er í hinum svokölluðu raunvirðistraumum þjóðhagsreikninganna en með því er átt við strauma vöru og þjónustu milli geiranna og eins innan þeirra. Önnur geiraskipting, sem einnig skiptir miklu máli, er skipting hinna svonefndu tekju- og útgjaidareikninga. (1) United Nations: A System of National Accounts, Studies in Methods; Series F No. 2 Rev. 3; New York 1968.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Framleiðsluuppgjör þjóðhagsreikninga 1973-1978

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Framleiðsluuppgjör þjóðhagsreikninga 1973-1978
https://timarit.is/publication/995

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.