Framleiðsluuppgjör þjóðhagsreikninga 1973-1978 - 01.10.1982, Blaðsíða 37

Framleiðsluuppgjör þjóðhagsreikninga 1973-1978 - 01.10.1982, Blaðsíða 37
35 Vinnsluvirði á markaðsverði er því ekki alls kostar heppilegur mælikvarði á hlutdeild einstakra greina í vergri landsframleiðslu þar eð vinnsluvirðið á markaðsverði ræðst meðal annars af því, hve miklir óbeinir skattar eru innheimtir í viðkomandi atvinnugrein. Hér er því sú ieið valin að miða hlutdeild einstakra atvinnugreina í vergri landsframleiðslu við vinnsluvirðið að frádregnum óbeinum sköttum en að meðtöldum þeim framleiðslustyrkjum, sem viðkomandi atvinnugrein fær í sinn hlut. Þetta hugtak, sem er raunar vinnsluvirðið á þáttavirði, er nefnt vergar þáttatekjur og hefur áður verið skilgreint. Hlutfallsleg skipting vergra þáttatekna eftir atvinnugreinum kemur fram í framangreindri töflu fyrir árin 1973-1978. Niðurstöður í fjárhæðum og frekari sundurliðun eftir atvinnugreinum er að finna í töflum 3 og 4 í töfluviðauka. Þau hlutföll, sem hér birtast, eru í sumum tilvikum allnokkuð breytt frá fyrri tölum. Þessar breytingar má m.a. rekja til þess, að fyrri hlutföll fyrir einstakar atvinnugreinar voru ekki reist á framleiðsluuppgjöri fyrir heildina þar eð slíkt uppgjör hefur ekki legið fyrir fyrr en nú. Ennfremur koma hér til breyttar skilgreiningar á vinnsluvirði eins og áður hefur verið lýst. Þá má nefna, að tilflutningur viðgerðargreina úr iðnaði yfir í þjónustu- starfsemi á þátt í lægri hlutdeild iðnaðar í landsframleiðslunni nú en fyrri tölur hafa gefið til kynna. Þessi ti1flutningur viðgerðagreina er hér gerður til samræmis við ISIC-staðal Sameinuðu þjóðanna, sem nánar er lýst í grein 3.2 hér að framan. Varðandi skýringar á liðnum reiknuð bankaþjónusta má vísa til þess, sem segir hér að framan í grein 4.2.9, peningastofnanir. Yfirlitið er birt hér eftir 9 aðalflokkum og sýnir því einungis þróunina í aðaldráttum en leynir breytingum innan hvers aðalflokks. í því sambandi má vísa til taflna 3 og 4 í töfluviðauka, er sýna mun ítarlegri sundurliðun þátta- teknanna eftir atvinnugreinum. Af þessum tveimur töflum má ráða, að hlutdeild einstakra atvinnugreina í vergum þáttatekjum hefur verið tiltölulega stöðug þessi sex ár. Þó er greinilegt að hlutdeild sjávarútvegs, bæði fiskveiða og fiskvinnslu, hefur sveiflast mun meira en annarra greina í þjóðarbúskapnum og hefur það átt mestan þátt í þeim sveiflum, sem verið hafa í þjóðarframleiðslu á þessu tímabili . Yfirlitið hér að ofan um verðmætasköpunina eða vergar þáttatekjur eftir atvinnugreinum er rétt að skoða við hlið talna um hlutfa11slega skiptingu vinnuafls fyrir sömu greinar. Eftirfarandi yfirlit sýnir þessa skiptingu 1973- 1978 í sömu sundurliðun eftir atvinnugreinum og þáttatekjurnar hér að framan en frekari sundurliðun er sýnd í töflum 25 og 26 í töfluviðauka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Framleiðsluuppgjör þjóðhagsreikninga 1973-1978

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framleiðsluuppgjör þjóðhagsreikninga 1973-1978
https://timarit.is/publication/995

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.