Framleiðsluuppgjör þjóðhagsreikninga 1973-1978 - 01.10.1982, Blaðsíða 13
11
Þau hugtök sem hér hafa verið notuð, þ.e. fram-
leiðsluvirði, aðföng og vinnsluvirði eru nánar skilgreind í
kafla 2 hér á eftir.
Tengslum ráðstöfunaruppgjörsins og framleiðsluuppgjörs-
ins má lýsa þannig, að sé vinnsluvirði allra atvinnugreina
lagt saman verður niðurstaðan verðmæti landsfram-
leiðslunnar og á fræðilega að gefa sömu niðurstöðu og ráð-
stöfunaruppgjörið. Á tvíhliða reikningsformi líta uppgjörs-
aðferðirnar þannig út:
Framleiðsluuppgjör ! Útgjaldauppgjör
Laun og launatengd ! Einkaneysla C
g jöld Wd ! Samneysla G
Rekstrarafgangur Od ! Fjármunamyndum I
Afskriftir D ! Birgða- og
Óbeinir skattar T i ! bústofnsbreyting B
Framleiðslustyrkir -S ! Útflutningur X
! Innflutingur -M
Verg landsframleiðsla GDP ! Verg landsframleiðsla GDP
Hér er ekki gert ráð fyrir tekjuhreyfingum gagnvart
útlöndum, þannig að þjóðarframleiðsla og landsframleiðsla er
sama stærð en síðar verður fjailað um mismun þessara tveggja
hugtaka. Á jöfnuformi má tákna samband ofangreindra stærða
þannig:
GDP =Wd+Od+D+Ti-S=C+G+I+B+X-M.
Báðar þessar aðferðir ættu fræðilega að skila sömu
niðurstöðu um verðmæti þjóðarframleiðslunnar. í framkvæmd
verða mörkin milli þessara uppgjörsaðferða þó ekki eins
afdráttarlaus og þau hafa hér verið sett fram. Þannig má
nefna, að í sumum tilvikum er nánast um sömu eða innbyrðis
nátengdar heimildir að ræða. En jafnvel þótt svo sé leiða
þessar tvær aðferðir sjaldnast til nákvæmlega sömu
niðurstöðu meðal annars vegna msmunandi tímasetninga á
greiðslum auk mismunandi heimilda. Um tölulegan samanburð
þessara uppgjörsaðferða fyrir ísland er nánar fjallað í
kafla 5 hér á eftir.
1.6. Tekjuskiptinqaraðferðin
í sem stystu máli má lýsa muninum á tekjuskiptingar-
aðferðinni og framleiðsluaðferðinni þannig, að framleiðslu-
aðferðin byggist á því að skrá verðmætasköpunina þar sem hún
á sér stað, þ.e. í einstökum fyrirtækjum og atvinnugreinum.
Tekjuskiptingaraðferðin byggist aftur á móti á skráningu
verðmætasköpunarinnar, þ.e. þjóðarframleiðslunnar , eftir að
þessum verðmætum hefur verið ráðstafað til framleiðslu-
þáttanna sem umbun fyrir notkun þeirra. Svo dæmi sé tekið
þá er upplýsingum um launatekjur einstaklinganna safnað úr
framtölum einstaklinganna sjálfra eða á hliðstæðan hátt í
tekjuskiptingaruppgjörinu en í framleiðsluuppgjörinu er
athyglinni beint að vinnsluvirði fyrirtækjanna fyrst og