Framleiðsluuppgjör þjóðhagsreikninga 1973-1978 - 01.10.1982, Blaðsíða 38
36
Hlutfallsleq skiptinq
vinnuafls eftir atvinnuqreinum 1973-1976
Atvinnugreinaflokkun
skv. ISIC-staðli 1973 1974 1975 1976 1977 1978
1 Landbúnaður og fisk- veiðar 16,0 16,0 15,2 14,8 14,3 13,9
11 Landbúnaður 10,6 10,5 9,8 9,5 9,0 8,6
13 Fiskveiðar 5,4 5,5 5,4 5,3 5,3 5,3
3 Iðnaður 22,6 22,1 22,7 22,4 23,6 23,3
þar af fiskiðnaður 7 , 1 7,3 8,0 8,0 8,5 8,1
4 Rafmagns-, hita- og vatnsveitur 0,5 0,5 0,5 0,6 0,8 0,9
5 Byggingarstarfsemi 12.0 11,9 12,1 12,2 10,9 10,8
6 Heildverslun, smásölu- verslun, veitinga- og hótelrekstur 13,9 14,0 13,9 13,5 13,2 13,4
7 Samgöngur 8,6 8,3 8,1 8,0 7,9 7,9
8 Peningastofnanir, tryggingar, fasteigna- rekstur og þjónusta við atvinnurekstur *,5 *,7 4,8 4,9 4,9 5,2
9 Ýmis þjónustustarfsemi 7,0 7,1 6,8 7,0 7,1 7,2
Starfsemi fyrirtækja alls 1 . - 9. 85,1 84,6 84,1 83,4 82,7 82,6
Starfsemi hins opinbera 13,2 13,5 13,9 14,5 15,1 15,1
Önnur starfsemi 1,7 1,9 2,0 2,1 2,2 2,3
Vinnuafl alls 100,0 100,0 100,0 100,0 100,0 100,0
Samanburður talna um hlutfa11s1ega skiptingu vinnuafls
og vergra þáttatekna eftir atvinnugreinum gefur til kynna
hvort verðmætasköpunin á mann sé meiri eða minni í einhverri
atvinnugrein en fyrir þjóðarbúskapinn í heild. Svo dæmi sé
tekið má af töflunum ráða, að á árinu 1973 voru 5,4%
vinnuaflsins í landinu starfandi við fiskveiðar en í þessari
sömu atvinnugrein mynduðust 7,4% vergra þáttatekna. Af
þessu má ráða að verðmætasköpunin á hvern vinnandi mann við
fiskveiðar er meiri en að meðaltali fyrir þjóðarbúskapinn í
heild. Hliðstæðan samanburð mætti gera fyrir aðrar
atvinnugreinar. Við samanburð af þessu tagi er þó rétt að
hafa á ýmsa fyrirvara. Má þar meðal annars nefna að ekki er
tekið tillit til þess, að auk vinnuaflsins á fjármagnið eða
framleiðslufjármunirnir þátt í verðmætasköpuninni. Þessir
fjármunir geta verið mismunandi miklir á hvern vinnandi mann
eftir atvinnugreinum eftir því hvort um er að ræða