Framleiðsluuppgjör þjóðhagsreikninga 1973-1978 - 01.10.1982, Blaðsíða 17
15
2. Skilqreininqar oq skýrinqar á helstu huqtökum í þ.jóðhaqs-
reikninqum.
í þessum kafla verða helstu hugtök þjóðhagsreikninga
skilgreind í mjög stuttu máli, og er þá fylgt
þjóðhagsreikningakerfi Sameinuðu þjóðanna (SNA). Heiti
sumra þessara hugtaka hafa ekki unnið sér fastan sess á
íslensku og er enskt heiti þessara hugtaka því jafnframt
gefið. Einnig má vísa til viðauka á eftir 5. kafla
skýrslunnar en þar er birt yfirlit yfir ensk, íslensk og
dönsk heiti þessara hugtaka.
1) Verg landsframleiðsla (Gross Domestic Product, GDP) er sú
verðmætasköpun, sem á sér stað innan landamæra ríkisins.
Verga landsframleiðslu má líta á með tvennum hætti.
Annars vegar má líta á hana sem summuna af
framleiðsluverðmæti allrar atvinnustarfsemi í- landinu að
frádregnum rekstrarnauðsynjum til atvinnustarfseminnar
frá annarri starfsemi eða innflutningi. Mismunurinn er
vinnsluvirðið fyrir hverja atvinnnugrein en summa þess
fyrir allar greinar gefur verga landsframleiðslu. Hins
vegar má líta á verga landsframleiðslu sem summu þeirra
verðmæta, sem ráðstafað er til endanlegra nota á
framleiðslutímabi1inu, þ.e. einkaneyslu, samneyslu,
fjármunamyndunar, birgðabreytinga og útflutnings en að
frádregnum innflutningi .
2) Verg þjóðarframleiðsla (Gross National Product, GNP) er
hugtak, sem í reynd er ekki notað í þjóðhags-
reikningakerfi Sameinuðu þjóðanna, þótt það komi víða
fram, m.a. í íslenskum þjóðhagsreikningum. Munur
þjóðarframleiðslu og landsframleiðslu liggur í launa- og
eignatekjum nettó frá útlöndum. Þessar tekjur eru
meðtaldar í þjóðarframleiðslu en ekki í landsframleiðslu.
1 íslenskum þjóðhagsreikningatölum skipta vaxtagreiðslur
til útlanda hér mestu máli, og vegna þeirra er
þjóðarframleiðslan lægri en landsframleiðslan.
3) Einkaneysla (Private final consumption expenditure) er
útgjöld heimilanna til kaupa á hvers konar neysluvöru
jafnt óvaranlegri sem varanlegri. Einu útgjöld
heimilanna til kaupa á vöru og þjónustu, sem ekki teljast
til einkaneysiu, eru útgjöld til smíði og kaupa á nýju
íbúðarhúsnæði en þessi útgjöld teljast til fjármuna-
myndunar.
4) Samneysla (Government final consumption expenditure) er
útgjöld opinberra aðiia til kaupa á vöru og þjónustu til
eigin nota á rekstrartímabilinu . Hér er m.a. um að ræða
opinbera stjórnsýslu, löggæslu, menntamái og fleira.
5) Fjármunamyndun (Gross fixed capital formation) er
eignfærð útgjöld fyrirtækja og opinberra aðila svo og
smíði íbúðarhúsnæðis. Fjármunamyndun er jafnan færð
verg, eða brúttó, það er áður en dregin er frá áætluð
fjárhæð afskrifta vegna slits og úreldingar.
6) Birgðabreytingar (Increase in stocks). í þjóðhags-
reikningakerfi Sameinuðu þjóðanna er til þess ætlast að
birgðabreytingar nái til allra birgðabreytinga á