Búskapur hins opinbera 1994-1995 - 01.04.1996, Page 27
iægra á Norðurlöndunum eða að meðaltali um 14%. Hér á landi hafa hreinar skuldir
hins opinbera vaxið umtalsvert. Þær mældust 35% af landsframleiðslu á árinu 1995 en
voru hins vegar aðeins \ IV2% fimm árum áður.
Mynd 7.3 Hreinar skuldir hins opinbera, % af VLF.
% o/o
60
50
40
30
20
10
0
-10
1990 1991 1992 1993 1994 1995
8. Heilbrigðismál í alþjóðasamhengi
Undanfarna áratugi hefur umfang og starfsemi hins opinbera vaxið gríðarlega í
flestum vestrænum ríkjum eins og fram hefur komið og snert flest svið samfélagsins.
I byrjun tíunda áratugarins mældist umfang þess vel yfir helming af landsframleiðslu
Evrópuríkja og enn hærra í velferðarríkjum Norðurlanda. Þessi miklu umsvif hafa
skapað mikinn vanda og hefur hallarekstur og skuldasöfnun verið viðvarandi vanda-
mál flestra þeirra. Nú er svo komið að flestar þjóðir sjá sig tilneydda til að snúa af
þessari braut. Samfara aukinni upplýsinga- og tæknivæðingu er sú skoðun einnig að
riðja sér til rúms að opinberum rekstri sé hægt að sinna mun hagkvæmar en áður hefur
verið með aðstoð eða eftirlíkingu þeirra hvata sem ráða á venjulegum frjálsum
markaði. Hagfræðin hefur því í ríkara mæli beint kastljósi sínu inn á þessi nýju svið.
Heilbrigðishagfræðin hefur að vissu leyti verið þar í fararbroddi, en aðferðafræði og
niðurstöður hennar nýtast að sjálfsögðu á fleiri sviðum opinbers rekstrar.
í þessari umijöllun um heilbrigðismál sem byggir meðal annars á riti OECD “Health
Policy Studies No.2”12 frá árinu 1992 verður í fyrsta hluta farið yfir markmið og
leiðir í heilbrigðismálum. I öðrum hluta vikið að ljármögnun og framboði á heil-
brigðisþjónustu og í því samhengi að þeim sjö meginkerfum sem ráða í heilbrigðis-
málum. I þriðja hluta verður farið fáum orðum um hvert stefnir í þessum málaflokki
og að síðustu verður gerður stuttur talnalegur samanburður á OECD ríkjum.
8.1 Heilbrigðismál: markmið og leiðir
Heilbrigðismál hafa fengið mikla umQöllun í flestum aðildarríkja OECD síðustu tíu
til fimmtán árin. Umræðan hefur beinst að erfiðleikum sem varða meginþætti heil-
brigðiskerfisins, þ.e. Qármögnun þess, þjónustustig og frammistöðu. Að sjálfsögðu
12
OECD Health Policy Studies No. 2, “The reform of health care a comparative analysis of seven
OECD countries”, Paris: OECD, 1992.
25