Nýtt S.O.S. - 01.08.1959, Blaðsíða 4
4 Nýtt S O S
flutninga til Ástralíu og málmvörur frá
Nýju Kaledóníu.
I júlí 1941 kom Pamir til hafnar í
Wellington í Nýja Sjálandi. Þar var lagt
Itald á skipið, þar sem Finnland var kom-
ið í stríð með Þýzkalandi. Pamir sigldi
þá undir fána Nýja Sjálands til ársins
1948. Fór skipið margar langferðir, aðal-
lega um Kyrrahaf. Á einni slíkri ferð fór
skipið, án þess þó að vita af því, beint
fyrir tundurskeytalilaup japansks kafbáts.
En það undarlega skeði, að kafbátsforing-
inn japanski hafði ekki brjóst í sér til
þess að senda tundurskeyti á svo auðunna
bráð. Hann var svo heillaður af glæsileik
þessa stolta seglskips, að hann lét Jrennan
svan úthafanna, einn hinna síðustu sinn-
ar tegundar, sigla sinn sjó.
Öðru sinni komst Pamir í mikla hættu
meðan hann sigldi undir fána Nýja Sjá-
lands. Þá lenti hann í miklum stormsveip
í hitabeltinu. Áhöfnin barðist hraustlega
fyrir tilveru sinni og skips síns og hélt
velli, en 18 segl tættust af skipinu. Eng-
inn maður af áhöfninni týndi lífinu í
þessum miklu átökum.
Árið 1949 fór skipið eina ferð til Bret-
lands, en að þeirri ferð lokinni var skipið
loks afhent hinum finnska eiagnda.
En þegar hér var komið, höfðu rekstr-
arútgjöld skipa aukizt gífurlega. Svo Erik-
son neyddist til að selja skipið ásamt
„Passat“, er hann hafði líka keypt af út-
gerðarfélaginu Jjýzka. Skipasmíðastöð van
Loo í Antwerpen keypti skipin og skyldu
Jjau hafna í bræðsluofnunum. En áður
en til þess kom, var komið í veg fyrir það
áform. Þýzkur skipaeigandi, Schliewen frá
Lúbeck keypti bæði skipin 1. júní 1951,
og var áfrorm hans að gera þau út sem
skólaskip.
Skipin voru nú send til Þýzkalands. Að
tilhlutun samgöngumálaráðuneytisins var
stofnuð svokölluð „Framkvæmdanefnd
skólaskipa" og var henni falið að sjá um
fullkomna standsetningu skipanna og
nauðsynlegar breytingar.
Var nú settur nýr reiðabúnaður í skip-
in. Þá var sett hjálparvél í Pamir og
skrúfa, nýtízku loftskeytatæki og fullkom-
in björgunartæki.
Er viðgerð og breytingum var lokið,
skoðuðu fulltrúar Jjýzka og brezka Lloyd
skipið og hlaut Jjað viðurkenningu fé-
laganna beggja sem hið fullkomnasta skip
sinnar tegundar.
Margir muna enn myndir í þýzku dag-
blöðunum, er var tekin af Jjessu skóla-
skipi, er það fór reynsluferðina. Þar mátti
líta Theodor Heuss, forseta sambandslýð-
veldisins, með bláa húfu á höfði, en
hann var heiðursgestur í þessari ferð,
hinn 15. desember 1951. Farið var frá Kiel
til Hamborgar, en Jjar lestaði Pamir sem-
ent til Rio.
En Pamir fór ekki nema tvær ferðir til
Suður-Ameríku undir fána Schliewen-fé-
lagsins, Jjví það komst í fjárjrröng og varð
að.láta skip sín af hendi. Bankinn í Slés-
vík-Holstein keypti skipin á nauðungar-
uppboði og var Jjá öðru sinni komið í
veg fyrir, að skipin færu í bræðsluofnana.
Fjörutíu þýzkir útgerðarmenn stofnuðu
svo félag um Pamir og Passat með að-
setri í Lúbeck. Sézt af þessu, að útgerðar-
fyrirtækin álitu mikils virði, að þessum
skipum yrði haldið úti, þrátt fyrir megna
andstöðu ýmissa aðila.
Fyrir það fé, sem vissir aðilar í Slésvík-
Holstein og Hamborg lögðu af mörkum,
voru nú þessi tvö fjórsigldu skip tekin í
notkun sem skólaskip.
Útgerðarfélagið Zerssen 8c Co. í Ham-
borg sá nú unr rekstur Pamirs. Skipið hóf