Nýtt S.O.S. - 01.08.1959, Blaðsíða 3

Nýtt S.O.S. - 01.08.1959, Blaðsíða 3
J)amir-slysið 1957 Fjórsiglda seglskipið PAMIR, sem er skólaskip, hefur farizt i ofviðri suðvestur af Azoreyjum, 35,57 gráð- ur norður og 40,20 vestur, pann 21. september /957, klukkan 16, mið- evróputimi. Áhöfnin var 86 manns, en aðeins 6 komnst af. Þeim var bjargað ncestu daga, er peir fundust i löskuðum björgunarbátum. Þetta er upphaf að forsendum sjódóms- ins, sem fyllir margar síður, en dómur- inn var upp kveðinn 20. janúar 1958 að undangengnum átta daga málflutningi fyrir sjódómi í Liibeck. Öll málsskjöl höfðu verið lögð á borðið, öll gögn, sem fjölluðu um þetta sviplega sjóslys. Á þessu skólaskipi skyldu ung og myndarleg sjó- mannsefni hljóta þjálfun, áður en fram- tíðarstarfið hæfist. Á þessu varð sá ömur- legi endir, er frá hefur verið sk)Tt. Þetta starf var erfitt, en skemmtilegt. Nú var öllu lokið. Margra þjóða skip flýttu för sinni til bjargar, er neyðarkallið barst frá PAMIR. Svo að segja samtímis fluttu heimsblöðin þessa váfrétt á forsíðum sín- um — síðasta neyðarkall skólaskipsins. Vér munum nú, áður en lengra er hald- ið, segja sögu l'essa skips, er hreppti svo hörmuleg örlög. Pamir var byggður árið 1905 fyrir út- gerðarfélagið F. Laeisz í Hamborg. Skipið var smíðað hjá Blohrn Sc Voss í Hamborg. Mjög var til skipsins vandað, aðeins not- að bezta efni, sem völ var á. Pamir skyldi verða fyrirmyndarskip meðal hinna mörgu seglskipa þessa þekkta skipafélags í Ham- borg. Skipin voru öll svipuð að gerð, en að sjálfsögðu með nokkrum frávikum að því er snerti lengd, breidd og burðarjjol. Eitt þessara skipa var „Passat“, sem einnig var kennsluskip ungra sjómannsefna eft- ir að fyrri heimsstyrjöldinni lauk. Oft lágu leiðir Pamir’s fyrir Góðravon- arhöfða fram að heimsstyrjöldinni fyrri. Á þeinr slóðum er stormasamt í nreira lagi, sannkallað veðravíti. Um haustið 1914 barst svo skipstjóranum fréttin um, að styrjöld væri skollin á. Pamir var þá í höfn við Kanaríeyjar. Þar lá svo skipið allan tímann meðan styrjöldin geysaði og raunar miklu lengur, því stjórnarvöldin leyfðu ekki brottför skipsins fyrr en eftir fimm og hálft ár eftir að það var kyrrsett. Þá loks var haldið áleiðis til Hamborgar og losaður saltpétursfarmurinn, sem ver- ið hafði í lestum skipsins allan þennan tíma. Árið 1921 var Papir afhentur ítölum, samkvæmt kröfu Bandamanna. Þrem ár- um síðar komst skipið svo í hendur fyrri eigenda og það hóf ferðir að nýju. Enn sigldi Pamir átján sinnum fyrir Góðra- vonarhöfða, en árið 1931 keypti finnski seglskipaeigandinn, Gustav Eirikson skip- ið. Fyrri eigendur neydclust til að selja það vegna gífurlegrar lækkunar á farm- gjöldum. Erikson lét skipið hefja hveiti-

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.