Nýtt S.O.S. - 01.08.1959, Blaðsíða 9

Nýtt S.O.S. - 01.08.1959, Blaðsíða 9
Nýtt S O S 9 gætti um þetta meðal hinna reyndu, gömlu fyrverandi skipstjóra, er áttu sæti í sjódóminum. Hinsvegar lagði Eggers skipstjóri áherslu á, framúrskarandi dugn- að og hæfni þessa stýrimanns. A Pamir voru raunverulega tveir fýrstu stýri-menn. Annar fyrsti stýrimaður var skráður Fred Schmidt og hafði hann öðl- ast skipstjóraréttindi. Schnridt hafði hlotið ' sína verklegu menntun á skipum Iiins þýska skólaskipafélags eins og Diebitsch. Hann varð síðar háseti á skipum hinnar svokölluðu „Flying P- línu“, sem Laeiszt gerði út. F.n hann gegndi ekki ábyrgðar- starfi á seglskipi. Árið 1952 tók hann sér far með Pamir vestur um haf til þess að taka kvikmyndir, en Eggers var þá skip- stjóri á Pamir. Annar stýrimaður var Buscher, sem fyrr er nefndur. Hann lauk prófi frá sjó- mannaskólanum í Finkenwarder, fór síðar á skólaskipið „Deutschland“. Var svo kall- aður í' sjóherinn, tók sjóliðsforingjapróf og var að lokum útnefndur kafbátsfor- ingi. Buscher var ætlað að vera stýrimað- ur á skólaseglskipi sjóhersins, sem var í smíðum. Hann er því um stundarsakir á Pamir til þess að afla sér reynslu og aukinnar þekkingar. Fyrri bátsmaður hefur verið til sjós svo að segja að staðaldri síðan 1913. Hann réðst á Pamir 1951. Hann er harð- duglegur og hefur mikla reynslu á sínu sviði. Annar seglasaumariinn kom á Pamir um sama leyti. Öll fasta áhöfnin hefur að minnsta kosti siglt þrjár langar ferðir á Pamir. Seinna sagði fulltrúi sambandslýðveld- isins í sjóréttinum í Lúbeck: „Skráningarreglur þær, sem gilda fyrir skip af sömu stærð og Pamir og Passat eru þessar: Finn skipstjóri, tveir stýri- menn, en á skipinu voru hinsvegar auk skipstjóra, fjórir stýrimenn með tilskilin próf. Samkvæmt sömu reglum átti að vera á Pamir: 4 hásetar fullgildir, 2 viðvan- ingar og 2 hásetaefni. í þessu efni var því fullnægt ströngustu kröfum. Þegar á allt er litið, verður ekki annað séð, en áhöfn Pamirs sé vel skipuð og öll- um reglum fylgt. Hinsvegar er auðsætt, að ýmiskonar örðugleikar hafa komið í dagsljósið varðandi það, að manna kaup- skipaflotann eftir margra ára kyrrstöðu styrjaldaráranna og næstu árin eftir stríð- ið. Rekstur skólaskipanna var líka örðug- leikum bundinn vegna mikils kosnaðar og þá líka vegna þess, að erfitt var að fá vana menn á þau. Nýjir menn komu þó með hverri ferð og fylltu upp í skörðin. Vafalaust hefði þess þó verið full þörf, að áhöfn Pamirs hefði haft að baki meiri reynslu og undirbúning á seglskipum. Hvort hún hefði þá sigrað í átökunum við storminn, skal látið ósagt og verður aldrei sannað.“ Hvort Diebitsch skipstjóri hefur haft áhyggjur í þessa átt áður en haldið var heim, veit enginn; ekki heldur þeir fáu sem af komust. En víst er, að Bnscher stýri maður hefði rætt við hann um það, hvort skipið mundi nægilega traust og tjáði skipstjóra áhyggjur sínar í því efni. Og hvernig var ekki með fimmtu ferð- ina, hina næstsíðustu? Hafði Pamir ekki komist í hann krapp- ann þá, með 2500 tonn methyl-alkohol í 11716 járnílátum á leið frá Antwerper; til Montevideo? Eggers skipstjóra leist illa á, hve farm- urinn var léttur. Hann ráðgaðist við hleðslumenn sína, sem voru þrautreynclir

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.