Nýtt S.O.S. - 01.08.1959, Blaðsíða 34

Nýtt S.O.S. - 01.08.1959, Blaðsíða 34
34 Nýtt S O S Hún hafði ráfað í ráðleysi um þilfarið, þar til einhver af áhöfninni kom auga á hana, er skipsmenn voru að sjósetja bát nr. 8A. „Komið þér!“ hrópaði hann. „Farið með þessum!“ „Eg vil heldur vera hér og deyja," svar- aði hún. „Þvaður!“ Maðurinn greip í handlegg hennar og dró hana út að borðstokknum. Þegar þau komu þangað, starði stúlkan niður með skipssíðunni og sagði: „Pilsið mitt er of þröngt“. Það yrði erfitt í pilsinu að renna sér nður eftir kaðlinum, og nú var ekki stað- ur né stund til þess að vera að láta í ljós neina uppgerðar blygðunartilfinningu. „Viljið þér rífa það í sundur fyrir mig?“ bað hún. Hann starð á liana andartak dolfallinn. Svo brosti hann, þreif í pilsið og rykkti í. Klæðið flettist í sundur. Hún lét sig renna niður kaðalinn. Pils- ið var eins og kínvers náttföt um fætur hennar. Allt gekk að óskum, Þar til hún náði niður að bátnum. Nú hikaði hún andartak, áður en hún ákvað að sleppa og láta sig falla í bátinn, en á meðan sogaði alda bátinn frá síðunni. Um leið gripu liendur um ökla hennar og iirópað var til hennar: Komið nú, það gengur ágætiega!" Svo sleppti hún takinu, og henni var bjargað inn í bátinn. Það var Taylor bryti, senr hafði yfir- stjórn í bátnum, og það var nær sextíu manns í honum, en liann var samt sorg- lega illa mannaður, og það var not fyrir hverja einustu hönd, sem kunni að róa. Tveir ungir menn vildu ekki hjálpa til. Tveir ungir menn á brúðkaupsferð með konurn sínunr. Taylor hafði ekki hng- mynd um, hvenær Athenia sykki, og hann var ákafur í að konrast svo langt frá skip- inu, að báturinn sogaðist ekki með er það sykki. Hann bað jrví brúðgumana tvo að lrjálpa til. Hvorugur ungu mannanna vildi setjast undir árarnar. Þeir virtust báðir hafa tap- að sér og lágu í botni bátsins og föðmuðu að sér konur sínar. Taylor reyndi að vekja þá til dáða með ókvæðisorðunr, og eitt augnablik virtist tilraun lrans ætla að bera árangur. Annar mannanna reis upp við dogg, en Jrá byrjaði kona lrans að kjökra og hrópaði: „Yfirgeðu mig ekki! Yfir- gefðu mig ekki!“ Þessi franrkonra ungu brúðgunranna gerðu róðrarmennina sem næstir voru svo arga, að Jreir stóðust ekki freistinguna að sparka í þá hvert sinn sem Jreir komu í námunda við þá undir róðrinum. í stafni bátsins störðu konurnar upp- glenntum augum á sökkvandi skipið og hófu að syngja: Hærra nrinn guð til Þín. í öðrum björgunarbát einlrversstaðar úti í nóttinni byrjaði einhver að syngja: Vor guð er borg á bjargi traust, og áður en varði tóku allir undir. * * * í loftskeytaklefanunr á Atlrenia sat Don loftskeytanraður og sendi stöðugt. Hann gaf Knut Nelson upp staðarökvörðun og reyndi að ná sambandi við önnur skip. Þegar klukkan var tvær mínútur yfir níu, voru aðeins tveir björgunarbátar eft- ir, og hann gat nú tilkynnt, að Nelson teldi sig verða kominn á staðinn um mið- nætti. Cook skipstjóri fór nú aftur að leiða hugann að því, að reyna að bjarga skipi sínu og sendi boð eftir fyrsta st)i'imanni. Niðurlag í næsta hefti.

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.