Nýtt S.O.S. - 01.08.1959, Síða 25

Nýtt S.O.S. - 01.08.1959, Síða 25
Nýtt S O S 25 um að ræða, að skipið gæti ekki afborið slíkt veður, ef allt hefur verið með feldu. Sjórétturinn hefur því talið að þá er Pamir fékk hinn örlagaríka hliðarhalla hafi hann sennilega ekki verið í storm- hvelsmiðjunni. Pamir iiefur því ekki farizt vegna þess, að hann hafi lent í hitabeltisstormsveip, eins og þeir geta orðið hættulegastir — með áköfum og síbreitilegum ofsastormi eða fellibyl —. Hámarksveðurhæðin var ekki meir en oft er á Atlantshafinu og Pamir hefur sennilega, á fimmtíu ára ferli sínum oft staðið af sér slíkt veður. Það, sem gerst hefur er í stuttu máli þetta: Slysið liefur orsakazt af því, að skip- ið skorti jafnvægi. Það er að segja: Pamir hefur farist í ofviðri, sem hann hefði vissulega getað staðist, ef farmurinn hefði ekki haggazt og kjölfesturými verið full af sjó. Þá liefði skipið þurft að hafa uppi aðeins nauðsynleg stormsegl og þess gætt, að sjórinn flæddi ekki inn um dyr og ganga. Það voru einnig miklu meiri líkur fyrir, að skipið hefði komist heilu og höldnu úr stormsveipnum ef einhverjum þessara skilyrða hefði verið fullnægt. Sjórétturinn kunngerir eftirfarandi nið- urstöður: Seglskipinu Pamir, sem var kaupskip og skólaskip, hefur hvolft og síðan sokkið á Atlantshafi 35,5 gráður norður, 40,20 gráður vestur, þann 21. sept. 1957, um klukkan 16. Skipið var þá statt hérumbil 600 sjómílur vest-suðvestur af .Azoreyjum í miklum stormi. Af 86 manna áhöfn björguðust aðeins 6 manns. Þeim var bjargað næstu daga eftir slysið, af björg- unarbátum, er höfðu orðið fyrir miklum skemmdum. Allir aðrir hafa farist. Pamir hafði öll rásegl uppi, fokku og stagsegl. Skipið sigldi með vindi á stjórn- borðhálsi. Hafði vindur verið 9 stig, en jókst á mjög stuttum tíma, svo brátt var brostið á ofsaveður. Þar, sem skipið hafði svo mikil segl uppi í slíku veðri, með farm, sem gat runnið til, og kjölfesturými ekki fyllt af sjó, skorti það æskilegt jafn- vægi til þess að standast slíkt veður og fékk því mikinn bakborðshalla. Er skipið tók að hallast verulega rann byggið út í bakborðssíðu, þrátt fyrir skilrúm, enda var það laust í lestunum. Auk þess streyindi sjór niður í skipið bakborðs- meginn, þar sem þess hafði ekki verið gætt að loka dyrum og göngum, er varð til þess, að flotmagn þess minnkaði mjög. Af þessum orsökum hefur skipinu hvolft. Ekkert hefur komið fram í réttinum, er bendi til þess, að viðhald skipsins hafi verið vanrækt. Siglutré og rár voru í full- komnu lagi. Loftskeytabúnaður þess stóðst fyllstu kröfur. Búnaður skipsins að því er snerti björgunarbáta og öryggistæki, var að öllu samkvæmt settum reglum. þar að auki voru Þrír björgunarbátar á skipinu. í sambandi við ráðningu skipstjóra, annara yfirmanna svo og fastrar áhafnar höfðu komið í Ijós nokkur vandkvæði, svo sem ekki var óalgangt á þessum árum. Gera má ráð fyrir, að það hafi haft ó- heppilegar afleiðingar, að skipstjórann skorti þekkingu á eiginleikum Pamirs undir seglum og farmi. Þar við má bæta, að fyrsti stýrimaður hafði einnig takmark- aða reynslu, sem yfirmaður á seglskipi. Hætta sú, er stafaði af stefnu og hraða stormsveipsins, hafði verið kunngerð skipum á þessu svæði frá veðurstofunni í Washington með endurteknum aðvörun- artilkynningum, Þó þær fregnir reyndust að vísu ekki allar réttar að því er snerti stefnu stormsveipsins. Hvort skipstjórinn

x

Nýtt S.O.S.

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.