Nýtt S.O.S. - 01.08.1959, Blaðsíða 16

Nýtt S.O.S. - 01.08.1959, Blaðsíða 16
i6 Nýtt S O S „Liggur mikið við að hjálp berist fljótt. Stop. Sjór kominn í skipið. Stop. Hcrtta á að við sökkvum.“ Klukkan 15,03 sendir Pamir enn loft- skeyti. En ekkert Jreirra skipa, er voru á leið til bjargar, tókst að ná sambandi við Pamir. Loftskeytastöðin hjá þeim Jragði. Eftir að Parnir missti seglin, lá liann að mestu kyrr og bakborðshallinn jókst jafnt og Jrétt. Kom Jiar brátt, að sjór tók að streyma inn í skipið. Á örskammri stundu fylltust allar bakborðsvistarverur skipsins af sjó. Svo fóru siglutrén í kaf og Pamir hvolfdi. * * * Við skulum nú líta á skýrslu þá, sem segir frá björgunarráðstöfununum. Fyrstu skipin, er héldu á vettvang, er neyðarköllin bárust frá Pamir, voru „Penn Trader“ og „President Taylor“. Um kl. 16,20 bættist „Absecon" í liópinn, en þetta skip var mjög langt í burtu (350 sjóm.) og mundi ekki komast á slysstaðinn fyrr en eftir hádegi næsta dag. Þá lagði og kana diska freigátan „Crusader" af stað Pamir til hjálpar. Klukkan 19,18 sendi „Penn Trader“ beiðni til allra skipa, er voru innan 200 sjómílna frá slysstaðnum um að koma og leita skipverja, er kynnu að hafa komizt af. Um klukkan 22,10 sáu menn á „Penn Trader" blaktandi ljós og aftur klukkan 22,36. Penn Trader stefndi þá á þetta ljós, en ekkert fannst. „Crusader“ leiðbeindi fjórum kaupskip- um inn á leitarsvæðið klukkan 7,30 næsta morgun. Fyrsta sólarhringinn gátu flug- vélar í rauninni ekkert aðhafzt vegna veð- urofsans svo aðeins ein flugvél gat tekið þátt 1 leitarflugi. En frá hádegi 22. september taka flug- vélar Jrátt í leitinni í sívaxandi mæli, eink- um amerískar og portúgalskar. Að nreðal- tali hafa 11 flugvélar leitað hvern dag. Samtals hefur leitarflugið staðið 550 flug- tíma. Unr hádegisbilið Jrann 22. september fann skip björgunarbát nr. 6. Báturinn fannst 20 sjónrílunr sunnar en slysið varð, en Jró svo væri, var Jrað sönnun fyrir Jrví, að staðan, senr Pamir gaf upp, var nokk- urnveginn rétt. Skrifstofa í Hanrborg á vegunr sam- göngumálaráðuneytisins stóð í stöðugu sambandi við Norddeich-Radio, útgerðar- félagið, sem átti Pamir og Passat, Zerssen & Co., félag Jrýzkra útgerðarmanna, full- trúa blaðanna og aðalstöðvar ameríska björgunarfélagsins í Wiesbaden. Utanrík- isnrálaráðuneytið fól Jrýzka sendiráðinu í Washington og þýzka ræðismanninum á Azoreyjum, að lrefja svo rækilega leit sem kostur framast væri. Félag Jrýzkra skipa- eigenda sendi loftskeyti til allra þýzkra skipa á Norður-Atlantshafi, þar sem þau voru beðin að lrraða ferð sinni sem mest á slysstaðinn. 22. september tók „Absecon“ við yfir- stjórn leitarinnar af „Crusader". Þann 23. september, um klukkan 8,38, fann eimskipið „Saxon“ frá New York björgunarbát nr. 5 á 35,34 gráðu norður, 40,21 vestur. í bátnum voru fimm menn á lífi. Þegar „Saxon“ barst neyðarkallið þann 21. september, var hann mjög fjarri slysstaðnum, en stefndi í áttina til Panrir Jreorar í stað og varð fyrstur til að bjarga þeim, sem af komust. Þeir, sem voru í björgunarbát nr. 5 voru: Karl-Otto Dum- mer, yfirmatsveinn frá Geesthacht; fæddur 8. des. 1932; Hans-Georg Wirth háseti, frá Leer, fæddur 2. nóvember 1937; Folkert Anders skipsdrengur, frá Bremen, fæddur 19. desember 1938; Klaus Fredrichs háseti

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.