Nýtt S.O.S. - 01.08.1959, Blaðsíða 22

Nýtt S.O.S. - 01.08.1959, Blaðsíða 22
22 Nýtt S O S síðasta von. Piltarnir dóu nú hver af öðr- um. Þeir liðu út af, ekki heyrðist æmta eða skræmta í þeim. Á þriðjudagsmorgun vorum við bara átta eftir í bátnum. Þessa síðustu nótt sá- um við enn mörg skip. Þennan dag fór einn eftir annan út fyrir borðstokkinn. Eftir að ég hafði verið einn eftir í bátn- um á að gizka tvær klukkustundir, sá ég hvítmálað skip nálgast í allmikilli fjarlægð. Þetta skip var „Absecon“ frá Bandaríkj- unum. Einn yfirmannanna, Elmer B. Wat- son frá Portsmouth, Virginia, hafði séð mig og bátinn. Eg var svo fluttur um borð í skipið og hafði þá verið í bátnum í 72 klukkustundir. Eg var búinn að gefa frá mér alla von um björgun. Eftir að ég hafði fengið góða hjúkrun og læknishjálp, vaknaði ég fyrst til skilnings á ógnum þessarar hræðilegu síðustu nætur og annarra atburða í sam- bandi við Pamir. Endalok skipsins stóðu mér þá lifandi fyrir hugskotssjónum, fé- lagar mínir, sem dóu hver af öðrum, há- karlarnir, sem stöðugt voru á sveimi kringum bátinn og drykkjarvatnsskortur- inn. Eg hafði fengið ljótt sár og var því fluttur um' borð í spítalaskipið „Antilles", fimmtudaginn 26. september. Það er franskt skip. Líðan mín batnaði dag frá degi og ég vona, að ég <reti flogið heim frá næstu höfn, Puerto Rico.“ Þetta var skrifað um borð í „Antilles“ 27. september 1957. Enn bætir Haselbasch við þann 6. okt- óber, er allir dómendur sjóréttarins voru samankomnir: Hann hafði komið á vakt kl. 4 um morguninn. Þá hafði Pamir gengið 12 mílur. Stagsegiunum hafði þá ekki verið vent. Þau voru enn fest bakborðsmegin. Honum var ókunnugt um stefnuna, en samt vissi hann, að þá sást til sólar á bakborða. Schmidt skipstjóri, sem stjórnaði fjórðu til áttundu vakt, hafði ætlað að fjölga segl- um. Þá hafði Diebitsch skipstjóri komið upp á þilfar, og í samráði við hann var hætt við að setja upp fleiri segl. Hasel- bach hélt, að vindur hafi á þessum tíma verið 6—8 stig. Haselbach heldur því fram, að honuru hafi fyrst verið ljóst um klukkan hálf- ellefu eða ellefu, að ofviðri var skollið á. Hafi liann þá átt um þetta tal við annan bátsmanninn, er svo var komið, að nokk- ur segl tættust af. Þetta sagði Haselbach fyrir sjóréttinum 6. október. Þá hafði hann enn bætt við, að Líitje, annar báts- maður hafi sagt, að veðrið mundi ná há- marki um hádegisbilið. Lutje á að hafa liaft þetta eftir Buschmann. Þegar reynt liafði verið að festa aftursiglurána, var svo komið, að lestarkarmarnir lágu í sjó. Þá var aðeins hægt að loka neðri járnhurð- unum. Skipasmiðurinn og annar báts- maður reyndu að loka hurðinni, en það var þá nteð öllu útilokað. Haselbacli sagði, að sjórinn mundi ekki liafa komizt í vélarrúmið. Hinsvegar hefði ntikill sjór streymt niður um þilfarsljór- ann. Hann hefði einu sinni farið niður og fengið sér matarbita. Þá var mikill sjór niðri í skipinu og göngunum. Aðspurður hvort hann gæti sagt nokk- uð um, hvernig loftvogin hefði staðið, svaraði hann, að hann hefði heyrt Die- bitsch skipstjóra spyrja Köhler stýrimann, klukkan hálf tólf: „Hvað segir loftvog- in?“ Köhler hafði svarað: „Loftvogin stígur enn.“

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.