Nýtt S.O.S. - 01.08.1959, Blaðsíða 12
12 Nýtt S O S
11. september sendir Diebitsch skip-
stjóri útgerðarfélaginu skeyti, að meðal
annarra þurfi að ráða tvo stýrimenn, tvo
vélstjóra, einn bátsmann, þrjá háseta,
og svo framvegis.
Nú hefur það gerst, að stormsveipurinn
hefur breytt frá upphaflegri vestlægri
stefnu. Nú geisist hann beint í norður.
Næst kemur skeyti frá Pamir 13. sept.
Þá verður hlé á skeytasendingum til 16.
sama mánaðar. 17. september er storm-
sveipurinn kominn norður fyrir Ber-
mudaeyjar.
Veðurskeyti eru send til Pamir að stað-
aldri. Amerikumennirnir telja, að engin
hætta sé á ferðum, stormsveipurinn muni
fara framhjá Pamir til norðvesturs. Pamir
hefur borið svo langt undan, að ekki eru
nein líkindi til, að hann lendi í veðrinu.
Pamir heldur venjulega siglingaleið segl-
skipa og sú leið liggur mjög vestarlega.
En skipið verður lengur á leiðinni, en
ráðgert var. En skiptir Það nokkru máli?
Þeir, sem sigla á seglskipum vita, að þau
ferðalög taka oft langan tíma. En tveim,
þrem lengdargráðum vestar er vindur
nokkru meiri en Diebitsch liafði ætlað.
Þegar Pamir er kominn úr staðvinda-
beltinu þann 18. sept. breytir Diebitsch
skipstjóri stefnunni í hánorður.
Og þá skeður það óvenjulega. Storm-
sveipurinn hefur enn breytt um stefnu.
Það kemur fram í síðustu staðartilkynn-,
en þar segir svo: Klukkan 04 Miðevrópu-
tími, 36,08 norður, 63,00 vestur. Norð-
vestanátt, 8 hnútar. Klukkan 10, 35,5
norður, 59,0 vestur, austan- norðaustan
13 hnútar.
19 september hittir 'Pamir þýska mótor-
skipið „Brandenstein“. Þá er háþrýsti-
svæði yfir skipinu og logn, en hvirfil-
vindurinn í 540 sjómílna fjarlægð. Þá
stefnir fárviðrið beint á Pamir. Um kvöld-
ið er stefna þess nokkru meira til suðurs,
eða nánar tiltekið austur- suðaustur.
Þessi stefna er greinilega hagstæðari
fyrir Pamir, en hún var fyrir hádegið.
Bilið hefur breikkað milli Pamirs og
stormsveipsins.
Það var augljóst hættumerki reyndum
og veðurglöggum mönnurn eins og Die-
bitsch skipstjóra, að vindur snérist meira
til suðlægrar áttar og hitt, að loftvog var
fallandi. Óvenjugott skyggni og hríslu-
skýin var óbrigðult merki til viðvörunar.
Þessi veðurmerki verða þó enn athyglis-
verðari fyrir þá sök, að jafnframt berast
veðurskeyti, sem benda til þess, að að-
gæzlu sé þörf.
Áður en við höldum áfram að skýra
rás atburðanna vaknar veigamikil spurn-
ing. Hefur lofskeytamaðurinn á Pamir
tekið á móti aðvörunarskeyti og lagt það
fyrir skipstjórann?
20. september hefur Pamir þokast það
langt á hinar norðlægari breiddargráður,
að ekki virðist augljós hætta af hvirfil-
vindinum. En þá berst sú frétt, að hann
sé aftur kominn á sína fyrri braut. Stefnir
hann nú í austur- norðaustur. Þetta þýðir,
að nú er stefnan enn nákvæmlega á segl-
skipið , sem óveðurssveipurinn virðist
elta af mikilli þrákelkni. Þar að auki
hefur veðurhæðin aukizt til muna. Fjar-
lægðin er nú ekki orðin nema 300 sjóm.
Þennan sama dag, sem ógnandi nálægð
fárviðrisins er að verða æ ljósari, eru
send nokkur skeyti til útgerðarfélagsins,
sem á Pamir.
Buscher, annar stýrimaður, sendir svo-
hljóðandi skeyti til fjölskyldu sinnar:
„Komum eftir /4 daga. Komið með pen-
inga til Hamborgar. Kœrar kveðjur.“
Loftskeytamaðurinn sendi og fjölskyldu