Nýtt S.O.S. - 01.08.1959, Blaðsíða 33

Nýtt S.O.S. - 01.08.1959, Blaðsíða 33
Nýtt S O S 33 ljóskastarar að senda geislasúlur sínar yfir þilfarið og sjóinn umhverfis skipið. Þar flutu þegar margir björgunarbátar og vögguðu á öldunum. Það undraði Cook skipstjóra að sjá, í hve mikilli ró og regíu rnenn yfirgáfu skip ið. Að því er lionum virtist var enga æs- ingu að sjá. Eftir fyrstu æðisgengnu mín úturnar hafði liann búist við að sjá harm- leiksatburði endurtraka síg, þegar fólkið ætti að fara í bátana, en hánn varð einsk- is slíks var. Þaðan, sem hann stóð á stjórnpallinum, sá liann menn hjálpa kon- urn sínum og börnum út í bátana, og með rólegu yfirbragði lofa að koma á eft- ir með næsta bát, það var allt og sumt. Hér og þar féllu ef til vill fáein tár. Vegna hliðarhalla skipsins og þar sem enginn vissi örugglega, hvað ske kynni á næsta augnabliki — hvort Athenia sykki eða ekki, eða hvort kafbáturinn hæfi á- rás á ný — var fyrstu bátunum á bæði borð, rennt niður rnjög snögglega, og far- þegarnir klifruðu niður í Þá eftir kaðal- stigum eða renndu sér niður eftir köðl- um. Einstaka konu misheppnaðist stökkið úr kaðalstigunum í bátana. Sumum þeirra heppnaðist að bjarga upp í bátana, en aðrir drukknuðu. Bogalampar, sem festir voru í siglutré Athenia, köstuðu ævintýralegu ljósi niður yfir skipið, og það leit einna helzt út eins og hátíðasvæði. Efstu bátarnir gátu rúmað 56 persón- ur hver, og þeir neðstu 83, en þrátt fyrir það fóru fyrstu bátarnir frá skipinu með aðeins 50 manns innanborðs. Þrátt fyrir Það, að bátarnir höfðu fyrirskipun um að halda sig fast við skipið, ef til kæmi, að frekari not yrðu fyrir þá, ráku flestir þeirra út í náttmyrkrið. Afleiðingin af þessu varð sú, að síðustu bátarnir, sem sjósettir voru yfirfylltust. Vegna halla skipsins, sveifluðust bak- borðsbátarnir langt út og gekk vel að koma þeim á sjóinn — öllum nema nr. 10A, sem hrokkið hafði úr skorðum við sprenginguna. Á stjórnborðshlið skröpuð- ust bátarnir eftir skipshiðinni, og það var mjög erfitt að koma þeim á sjóinn. Þegar Cook skipstjóri hafði látið loka vatnsÞéttu hurðunum, gefið fyrirskipun um að senda neyðarskeytin og beðið Benn- ett yfirrafvirkja að setja varaljósavélina í gang, var honum ljóst, að nú var kom- inn tími til að eyðileggja allt, sem gæti orðið óvinunum að gagni. Ef kafbáts- menn kærðu sig um, gat enginn hindrað, að þeir sendu flokk manna um borð, tækju í sínar hendur skipsskjölin og dul- málsbækur, og tækju skipstjóra og aðra yfirmenn skipsins til fanga. Cook skip- stjóri gekk því niður í klefa sinn, tók skjöl skpsins og dagbók, náði í dulmáls- bækur Dons loftskeytamanns í loftskeyta- klefanum, batt það allt í böggul og sökkti fyrir borð með blýi í. Síðan gekk hann aftur til klefa síns, fór úr einkennisklæðunum og í venjuleg föt. Hann kærði sig ekkert um að eyða stríðsárunum í þýzkum fangabúðum. * * * Klukkan níu um kvöldið voru 22 af 26 bátum skipsins komnir á flot og farnir frá {jví út í myrkrið. Af þeim fjórum, sem eftir voru, voru allir í stjórnborðssíðu nema einn — nr. 10A. Barbara Bailey, enska lögfræðingsdóttir- in, sem var ein hinna 1102 farÞega um borð í Athenia, og var á leið til Kanada til bróður síns til þess að reyna að gleyma ástarsorgum sínum, fór með bát nr. 8A.

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.