Nýtt S.O.S. - 01.08.1959, Blaðsíða 30
yj Nýtt S. O. S.
var á sólþilfarinu heyrði hrópið og leit
í sama mund ósjálfrátt út yfir hafið. Þar
í tvö hundruð metra fjarlægð uppgötvaði
hún hvíta löðurrák, sem færðist eftir haf-
fletinum. Andartak hugði hún, að það
væri einhvers konar fiskur. Svo heyrði
hún vikadreng hrópa:
„Þarna er kafbátur. . . !“
Eins og skýstrókur reis há súla upp úr
haffletinum og á næsta augnabliki kvað
við ógurlegur þrumugnýr.
* *
*
Lemp og stórskotaliðsforingi hans stóðu
í brúnni á U-30 og horfðu gegnum húrnið
á skipið, sem stöðugt nálgaðist. Það var
enginn vafi, það líktist mjög einu hinna
vopnuðu kaupskipa, sem kafbátforinginn
hafði skipun um að herja á . . . já, það
gat svo sem alveg eins verið herflutninga-
skip. Hann ætlaði undir öllum skringum-
stæðum að athuga jrað dálítið nánar og
gera allt tilbúið til skyndiárásar, þegar
hann liafði komizt að niðurstöðu.
Lemp gaf skipun um að kafa. ^Tankarn-
ir voru opnaðir og strax á eftir hvarf U-30
í öldurnar.
„Upp með sjónpípuna!“ skipaði hann
frá stað sínum í stjórnturninum og bað
um staðsetningu. Stefna U-30 var nú suð-
vestlæg, og með 15 mílna hraða þaut
kafbáturinn áfram með stefnu fyrir bóg
hins stóra skips. Hann vildi fara í boga
svo að hann gæti gert árás úr stefnu að
framan.
Hugarástand það og taugaæsingurinn,
sem nú var yfir Lemp kafbátsforingja, var
ekki beint til Jress fallinn, að taka raun-
hæfar snöggar ályktanir.
Ef til vill lét hann glepjast af mögu-
leikanum, að geta orðið sá, sem slægi
fyrsta höggið fyrir Þýzkaland, í þessum
hildarleik, sem var að hefjast. Var það
ekki augljóst, að hann hafði þarna í sjón-
pípunni vopnað kaupfar? Að vísu gat
hann ekki verið alveg öruggur, en skipið
leit sannarlega grunsamlega út. Þó að
komið væri rökkur, sást hvergi á jrví ljós-
glæta. Það vonaði sýnilega að konrast á-
fram óséð!
Hann vóg í hug sér rökin með og móti,
og tók svo ákvörðun sína. Hann ætl-
aði að gera árás!
Með sjónpípuna niðri hóf hann áhlaup
sitt á bráðina. Þegar Iiann hóf sjónpíp-
una aftur var hann rúml. 1600 metra frá
Athenia, og hann byrjaði að telja æstri
og hásri röddu, og að síðu hljómaði skip-
unin:
„Sleppið tundurskeytinu!"
Næstu 30 sekúndurnar heyrðu sögunni
til. Áður en þeim lauk var fyrsta skoti
heimsstyrjaldarinnar síðari skotið á vestur-
vígstöðvunum, og það tók sínar fórnir.
Tvö tundurskeyti Lemps misstu marks,
en það þriðja hitti í hlið Atlienia og
sprakk í lest 5 rétt hjá vélarýminu. Eitt-
hvað var einnig að fjórða skeytinu og það
festist í tundurskeytisrörinu.
U-30 kafaði nú niður á 20—30 metra
dýpi.
Þegar kafbáturinn rak stjórnturninn aft-
ur upp úr sjónum um það bil hálftíma
síðar, lá hafflöturinn, sem var dálítið ó-
rólegur, baðaður í tuglsljósinu.
Hinsch lautinant, sem stóð í brúnni við
hlið foringja síns, sá að tunglið var stig-
ið 10 gráður yfir liafflötinn.
Skammt frá lá bráð þeirra með sigl-
ingaljós uppi, en þögular vélar. Þetta
stóra skip hafði mikla slagsíðu og aftur-
hluti þess lá djúpt í sjónum. Björgunar-
bátar voru dreifðir í kringum um skipið.