Nýtt S.O.S. - 01.08.1959, Blaðsíða 13

Nýtt S.O.S. - 01.08.1959, Blaðsíða 13
Nýtt S O S 13 sinni skeyti: „Hress og heilbrigður. Allt í lagi um borð. Hjartanlegar kveðjur. Willy". Loks rekur Buschmann stýrimaður lestina: „Hef fengið skeytið. Mikil gleði. Komum eftir 14 daga. Allt gengur vel. Kær kveðja til drengjanna og allra í fjöl- skyldunni. Þinn Gúnther.“ Úr þessum skeytasendingum má lesa, að menn eru algerlega áhyggjulausir og telja allt í góðu gengi. Mundi svo hafa verið, ef skipstjórinn hefði raunverulega vitað, að þeir voru að flýja fellibyl, sem óðum nálgaðist? Diebitsch heldur enn stefnunni í norð- vestur. Og þar með helst þessi sorgarleik- ur á hafinu. Um þetta segir svo í álitsgerð sjóréttarins: „Áframhaldandi stefna í norður hlaut að verða til þess að minnka fjarlægðina milli skipsins og óveðursvæðisins. Fyrr eða síðar mátti búast við, að það tæki stefnu til aust- norðausturs eða norðausturs. En þá vaknar sú spurning, hvort þessi um- ræddi fellibylur hafi ekki farið óvenjulega leið? Var ekki ástæða til að halda, að stefn- an yrði aust- suðaustur? Þann 19. september hafði veðurstofan í Washington tilkynnt, um klukkan 6, aust- læga átt með 15 km. vindhraða. Aðrar veðurstofur höfðu sent sömu veðurspá. Þetta reyndist líka rétt. Samkvæmt þess- um fregnum mátti gera ráð fyrir, að skip- ið lenti í stormsvæðinu. Héldi fellibylur- inn áfram þessari austlægu stefnu. mundi stormhvelsmiðjan verða á 35,5 gráðu norður og 40,5 gráðu vestur þann 21. september, klukkan 7, en það var sá staður, sem Pamir náði þann sama dag á nákvæmlega sömu stundu. Og enn segir svo í skýrslu sjóréttarins: Þó haldið væri þessari stefnu, þá gátu að vísu samt verið möguleikar á, að sleppa við fellibylinn. Hann gat stefnt það norð- arlega, að Pamir lenti ekki í honum. Það mátti líka gera ráð fyrir, að liann mundi breyta um stefnu, og skipið þá sleppa á þann hátt. Það er tæpasL á valdi sjódómsins að skera úr um það, hvað hefði verið hyggi- legast að gera eins og á stóð. Hins vegar kemur mjög til álita, hvort ekki hefði ver- ið réttara að beita upp í vindinn með fáum seglum uppi, heldur en að freista þess að komast undan fárviðrinu með fullri ferð. Fyrrverandi skipstjórar á seglskipum, sem sæti áttu í sjóréttinum, hafa birt sam- hljóða álit sitt á því, hvað þeir mundu hafa gert í sams konar tilfelli, að Lehni- berg skipstjóra undanteknum. Þeir segja, að þeir hefðu að fengnum veðurfregnun- um haldið norðlæga stefnu; ekki vegna þess, að þeir hefðu talið öruggt, að þeim heppnaðist að komast þannig á snið við stormhvelið, heldur til þess að forðast það, þar sem það fór í suðausturátt í 600 sjó- mílna fjarlægð, og liraða ferðinni eins og frekast væri kostur. Margt bendir til, að talsmenn norðurstefnunnar hafi rétt fyrir sér, því klukkan 12,35 er tilkynnt stefna fel 1 ibylsins aust-suðaustur og um kl. 18 hefur vindhraðinn lækkað niður í 13 hnúta. Var þá allgott útlit fyrir, að heppn- ast mundi að sleppa undan fellibylnum með því að halda þessa stefnu. Hins vegar kemur svo ný veðurspá klukkan sex þann 19. september, og kemur þá til kasta rétt- arins að athuga, hvort hægt sé að finna skynsamlega skýringu á því, hvers vegna skipstjórinn á Parnir virðist ekki gefa þess- ari nýju spá neinn gaum. Sannað þykir við hlutlæga athugun, að rangt hafi verið þá að velja þessa leið. Hins vegar virðist

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.