Nýtt S.O.S. - 01.08.1959, Blaðsíða 19

Nýtt S.O.S. - 01.08.1959, Blaðsíða 19
Nýtt S O S 19 farið að ausa og við handlönguðum vatns- föturnar. En þetta var algerlega tilgangs- laust, því sjórinn vr svo mikill þarna, að við ekekrt varð ráðið. Það leið heldur ekki á löngu áður en allar vistarverur bak- borðsmegin voru fullar af sjó. Þar var ekki hægt að komast inn, engn hægt að ná út. Allt lá í grænum sjó. Aftur á mun hafa verið alveg eins, eft- ir því sem ég bezt veit. Sumir sögðu, að í klefum yfirmanna hafi ekki verið mikiíl sjór eða engnn sjór, en ég get ekki dæmt um það. Þó veit ég, að menn fóru inn í káetur stýrimannanna bakborðsmegin og náðu í föt. Káetur skipstjóra voru fullar af sjó. Á kulborðssíðu kom enginn verulegur brotsjór eftir að skipið fór að hallast ó- eðlilega mikið. Þar gekk bara sjávarlöðrið yfir. Svokölluð segllestarlúga var komin í kaf og hún hefur orðið fyrir harðri á- konru. Fleygarnir voru á bak og burt og segldúkurinn af. En hlerarnir voru enn yfir lestinni. Smiðurinn og einn yfirmannaefnanna voru á kafi í sjó við það, að koma seg!- dúknunr á yfir lestina aftur. Hvort hann hefur farið af aftur, veit ég ekki. Eg veit bara, að skipstjórinn skipaði þeim að hætta, því sjórinn lrreif þá tvisvar með nriklu afli, en þeir náðu haldi á stögum í bæði skiptin. Þá sagði skipstjórinn: „Hættið þessu!“ Þetta var of hættulegt. Sama sagði hann við lrásetana, sem voru að skera seglin frá ránunr, þegar lronum fannst þeir fara of langt út á ráarendann, þar sem skaut- lrornin lréngu og skelltust til og frá af miklu afli. Og svo skipti það engum togum, að skipinu hvolfdi. En ég get ekki sagt neitt nákvæmlega, hvenær það skeði. Skipið var heilt og óbrotið, þegar því hvolfdi. Það eina, sem var úr lagi, voru skauthornin, stög, sem hafa slitnað og rá- seil, en skipið sjálft var heilt, það er víst. Þá lagðist skipið alveg á hliðina. Flestir runnu þá niður í sjóinn, héngu á stögum eða voru í kortaklefanum. En flestir slöngvuðust niður í sjóinn í einni kös. Sennilega hafa þá margir meiðzt. Á að gizka fjórum mínútum áður en skipinu hvolfdi, setti ég og smiðurinn sundbeltið á skipstjórann. Hann var sem sagt sá síðasti, em fór í björgunarbelti. Eg var svo með ásamt skipstjóranum að reyna að binda saman segl á einni ránni. Hann hrópaði til mín, að ég ætti að láta mig falla. Eg beið dálitla stund, því allt var í botnlausri ringulreið niðrir. Svo lét ég mig renna hægt niður á kaðli, og svo fór ég í sjóinn. Litlu seinna kastaði skipstjór- inn sér í sjóinn við hlið mína. Síðan hef- ég ekki séð hann. Gúmmíbáturinn var enn fast upp við skipshliðina. í honum var hópur manna. En ég held, að eþir hafi aldrei komizt frá skipshliðinni. Við reyndum að komast frá skipshliðinni, en það ýtti á okkur. En eftir að kjölurinn vissi upp, gekk allt fljótt fyrir sig. Loftskeytamaðurinn var í eldaklefanum og sat þar á kistu ásamt einum yfirmann- anna, þegar ég fór þangað að ná mér í peysu. Eg sagði við hann: „Jæja, hvernig lítur þetta út?“ Hann svaraði: „Eg bíð eftir skipun. Hallinn er orðinn 40 gráður og meira getum við ekki mælt.“ Spurning: „Vitið þér, hvenær neyðar- kall var sent?“ „Nei, ég veit bara, að loftskeytamaður-

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.