Nýtt S.O.S. - 01.08.1959, Blaðsíða 18

Nýtt S.O.S. - 01.08.1959, Blaðsíða 18
18 Nýtt S O S voru geí'nar: „Tilbúnir að i'ella efrir rá- segiin!“ En nú var ekki lengur hægt að slaka á kaðli á efstu ránum. Fárviðrið skall á af mikilli skyndingu. Við.vorum í eldaklef- anum. Það gaf talsvert á, samt voru allir skipsljórar enn opnir. Líka kulborðsmeg- in. Ofviðrið skall á frá stjórnborðshlið. Og það kom mjög snöggt. Skipið lagðist mjög snögglega á lilið- ina. En við héldum ekki, að ástandið væri enn verulega alvarlegt. Einn potturinn féll niður. Við bundum liann bara fastan. En nú tættust fyrstu seglin af ránum. Eg veit ekki í hvaða röð þau fóru, því ég var ekki á þilfari. Eg var í eldaklef- anum. Við heyrðum bara þegar seglin slógust laus. Við sáum úr eldaklefanum, að efri rárnar brotnuðu, þá fór stór-stag- seglið og brandaukaseglið. Það var reynt að fella öll segl. Líka fokkuna. Einhverj- um seglum var hægt að ná niður í fyrstu en svo varð illviðráðanlegt að bjarga segl- unum. Þegar fyrstu seglin fóru, voru allir kvaddir til starfa á þilfarinu. Bjöllu var hringt, og það boðaði, að all- ir skyldu koma til starfa tafarlaust. Við vorum búnir að festa pottana eins vel og unnt var. Og svo fór ég út á þilfar. En þar var ekkert fyrir mig að gera. Það var ekkert að gera, því það var ekki hægt að slaka á efrisigluránum. Þá lét skipstjórinn leysa skautahornin og svo fóru seglin hvert af öðru. Brátt fór skipið að hallast mjög mikið. Grindin yfir eldavélinni brotnaði og pottarnr köstuðust yfir í bakborðssíð- una. Þá gengum við frá eldunum til þess að koma í veg fyrir sprengingu. Síðan fórum við allir út úr eldaklefan- um. Eg fór til skipstjórans og tilkynnti honum, að við mundum líklega ekki geta framreitt mat. Eg varð svo kyrr á þilfar- inu. Fór svo upp á efri þiljur. Búrmaðurinn var lijá loftskeytamannin- um í klefa hans. Matsveinninn hafði meiðst eitthvað og fór til læknisins til þess að láta hann binda um meiðslin. Hann hafði brennzt á fótunum. Þá lét skipstjór- inn úrvalsliðið — í því voru engir lærling- ar — ganga fram á skipið og skera niður seglin, sem köstuðust ákaft til og frá. Eg man ekki með vissu, hverjir fóru, en herra Buschmann var einn í hópnum. Þá var reynt að koma upp afturseglum til þess að reyna að beita skipinu upp í veðrið, en allt árangurslaust. Þegar séð Varð, að ekkert varð að gert, fóru flestir á bátaþilfarið og biðtt þess, sem koma skyldi. Næst gerðist það, að skipstjórinn skip- aði öllum að setja á sig björgunarbelti. Björgunarbátur nr. 6 losnaði og skolaði út. Þegar allir höfðu sett á sig björgunar- beltin, skipaði skipstjórinn, að hafa skyldi gúmmíbátana tilbúna. Þeir voru á háþilj- um. Einum varð náð niður. Eg held, að það hafi verið sá litli, sem lá niðri í öðr- um stærri. Þegar þeir voru komnir með hann hálfa leið út á göngubrúna, hreif stormurinn hann úr höndum þeirra. Hann flaut meðfram bakborðssíðunni, en rak ekki frá skipinu. Nokkrir skipverjanna hlupu niður í hann. En hvað hefur orðið af honum, veit ég ekki. Þá skolaði ýmsum léttari hlutum fyrir borð. Stiginn upp á fram- lyftingu losnaði og skolaði út. Sjór streymdi nú inn miðskips um loft- rásir bakborðsmegin. Eg veit ekki, hvaða loftrásir það voru, en ég heyrði, að sjór streymdi einhvers staðar inn um loftrásir bakborðsmegin. Svo var þá farið niður í miðskipsganginn gegnum kortahúsið og

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.