Nýtt S.O.S. - 01.08.1959, Blaðsíða 5

Nýtt S.O.S. - 01.08.1959, Blaðsíða 5
Nýtt S O S 5 nú ferðir til Suður-Ameríku og urðu ferð- irnar alls fimm. Skipstjórinn hét Eggers og liafði áður verið fyrsti stýrimaður á skipinu. í sjöttu ferðinni skeði það átakanlega sjóslys, sem frá verður sagt í þessu hefti. Eggers skipstjóri var ekki með í þessari síðustu för Pamirs. Hann gerþekkti skip- ið og mun enginn hafa verið öllum hnút- um um borð eins kunnugur og hann. Var nú ráðinn annar skipstjóri, Dieb- itsch að nafni, að fyrirlagi Zerssen-útgerðar félagsins. Dominik skipstjóri, er var félaginu til ráðuneytis um stöðuveitingar á skipunum, vildi ekki þegar í stað samþykkja ráðningu Diebitsch skipstjóra, er stjórn félagsins rnælti með í stað Eggers. Hann bað því um nokkurn umhugsunarfrest. Diebitsch fór fyrst til sjós í aprílmánuði 1911. Hann réðst þá sem vikadrengur á „Riegel“, en síðar sem undirháseti og loks sem fullgildur háseti. Árið 1914 réðst hann háseti á Pamir og var á því skipi til 1919. Raunar lá skipið mestallan tím- ann við Kararíeyjar, en livað um það, maðurinn liafði fengið orð á sig sem góð- ur sjómaður. Arin 1920—1922 var Diebitsch þriðji stýrimaður á fjórsigldu barkskipunum „Seefalirer“ og „Majotte“, en til ársins 1928 var hann ýmist þriðji, annar eða fyrsti stýrimaður á ýmsum skipum og stundum skipstjóri. En seglskipin heill- uðu hann jafnan og svo fór, að árið 1928 réðst hann annar stýrimaður á seglskip- ið „Deutschland", sem var skólaskip. En ckki leið á löngu un/. hann varð fyrsti stýrimaður á því skipi og hélzt svo til 1933- Þá réðst Diebitsch aftur á gufuskip, en er styrjöldin brauzt út, var honum skipað til starfa á hjálparbeitisnekkjunni „Kar- moran“. Það var Karmoran, sem sökkti ástr- ölsku beitisnekkjunni „Sidney,“ en stuttu síðar var Karmoran sökkt, og þá var Die- bitsch tekinn til fanga og dvaldi í fanga- búðum í Ástralíu unz honum var sleppt >947- F.ftir að hann kom heim til ættlands síns bauðst lionum staða fyrsta stýrimanns á vélskipinu „Michael“, en áður var hann skipstjóri á jmsigldri skonnortu „Xarifa“, sem var gerð út til vísindalegra djúpsæv- isrannókna, er Hans Hass stjórnaði við Vestur-Indíur og Galopagoseyjar. Loks var hann skipaður einskonar fræðslufulltrúi við sjómannaskólann í Bremen. Og þá var það, er Dominik snéri sér til hans og fór þess á leit, að hann 'tæki að sér skipstjórn á Pamir. Eftir nokkurra daga umhugsunarfrest tók hann tilboðinu með óblandinni á- nægju. í sjöttu ferð sinni til Suður-Ameríku átti Pamir að koma við í brezkri höfn og þangað átti Eggrs skipstjóri að fara með skipið. Diebitsch veittist á meðan gott tækifæri til þess að kynna sér skipið og skipshöfnina. Lítið kom til kasta skipstjóra, hvað snerti hagræðing segla. Það bærðist varla hár á höfði. Pamir varð að neyta vélaafls- ins til þess að komast leiðar sinnar þennan áfanga. I.oks rann á stinningsgola á Ermar- sundi er skipið var gegnt eynni Wrigth Eggers lætur þá vinda upp segl', mest til þess að láta hina bresku gesti um borð sjá skipið undir fullum seglum.Diebitsch notar þetta tækifæri til þess að biðja Egg- ers að sýna sér, hvernig hann láti venda skipinu, en það er ekki unnt nema vind- ur sé nokkur og til þess þarf æfða áhöfn.

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.