Nýtt S.O.S. - 01.08.1959, Blaðsíða 20

Nýtt S.O.S. - 01.08.1959, Blaðsíða 20
20 Nýtt S O S inn sagði, að hann hefði náð sambandi við fjögnr skip, hefði fengið stöðu þeirra og sagt þeim stöðu okkar. Hann sagði þá, að þó neyðarkall yrði sent, gæti fyrsta skipið ekki verið komið fyrr en að sex klukkustundum liðnum. Þegar ég kom aftur upp, kom líka skipunin frá skipstjór- anum. Boðin voru flutt mann frá manni. Eg heyrði ekki hvað var sagt, en ég vissi, að þetta voru skilaboð til loftskeytamanns- ins, um að senda neyðarkall. Um fát, æsingu eða ótta var alls ekki að ræða. Ungu sjómannaefnin sóttu jafn- vel myndavélar sínar og fóru að taka myndir af skipinu í þessu válega ásig- komulagi. Læknirinn hafði gert samfellda kvik- mynd, sem átti að heita: „Skip og skip- stjóri". Hann var enn að taka myndir í kortaklefanum. Hann breiddi vaxdúk yfiv myndavélina, svo hún blotnaði ekki til skaða. Sem sagt, ég held, að enginn hafi búizt við því, að skipið mundi farast. En þetta kom allt svo hræðilega fljótt. Eg sá nokkra menn saman í hóp, fjóra, fimm eða fleiri, sem voru á sundi. Eftir hálftíma sá maður kannske tvo þar og einn hér, eftir klukkustund voru margir horfnir." Þetta voru orð Dummers yfirmatsveins við réttarhöldin. Þá segir Haselbach í sinni skýrslu: ,,Það var laugardagur, hinn 21. sept- ember 1957. Við fórum með stjórnborðs- hálsi. Mestöll segl voru uppi. Skipið gerði hér um bil átta mílur. Um klukkan ellefu rifnuðu fram-stag- segl og innra-brandaukaserfl. Stormurinn fór vaxandi. Það var reynt að rifa seglin, en það reyndist ógerlegt, því seglin slógust til og frá af feikna afli og var stórhættulegt að

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.