Nýtt S.O.S. - 01.08.1959, Blaðsíða 24

Nýtt S.O.S. - 01.08.1959, Blaðsíða 24
24 Nýtt S O S fram sú spurning, hvernig stæði á því, að Pamir hefði ekki sokkið fyrr, en skipið meira en hálfrar aldar garnalt og oft lent í verstu veðrum. , Með öðrum orðum: Hefur afl vinds og sjávar verið þvílíkt, eftir að það misti öll segl, að skipið sjálft væri ekki það traustbyggt að það þyldi þessi heljarátök höfuðskepnanna? Þá yrði að líta svo á, að enginn mannlegur máttur hefði getað spornað við slysinu. Sjórétturinn getur ekki fallist á það sjónarmið, að athuguð- um síðustu skeytasendingum Pamirs og vitnisburði þerra, sem af komust, svo og áliti sérfróðra manna, sem um orsakir slyssins hafa fjallað. Fyrir þvi sjónar- miði eru færð þau rök, sem hér fara á eftir: „Þar sem í opinberum umræðum um Pamir-slysið hafa konrið fram þau sjónar- mið, að „æðra afl“ hafi ráðið niðurlögum skipsins og þar liafi mannlegur máttur ekki megnað að sporna gegn, hefur sjó- dómurinn reynt að afla sér vitneskju um veðurhæðina er slysið varð. í þessu sam- bandi verður einnig að líta á það, hvort skipið hafi verið hlaðið þann veg, að farmurinn gæti ekki haggast í lestunr skipsins og livort allra varúðareglna hafi verið gætt, t.d. að loka öllum dyrum og göngum í tæka tíð, hvort djúpgeymar skipsins hafi verið fylltir o.s.frv. Að öllu þessu athuguðu verður að telja, að skipið liafi verið traust byggt, að það hefði átt að þola 100 hnúta vindhraða og jafnvel allmikið meira. Hinsvegar er augljóst, að Pamir lrefur alls ekki lent í svo vondu veðri. Það er fullsannað, að Pamir hefur ekki lent í sjálfri stormhvelsmiðjunni, heldur hefur lrann verið í 60 sjómílna fjarlægð frá henni klukkan 12. Þann 21. september náði veðurhæðin alls ekki 140 lrnútum á klukkustund, en með slíkunr styrk geysaði fellibylur Þessi þann 9. og 10. sept. hérum- bil þúsund sjómílur austur af Puerto Rico. Mest var veðurliæðin 13. og 14. september 951 nrb. Síðan lrafði storminn lægt til muna, enda þótt veðurstofur í Bandaríkjunum hafi þá enn tilkynnt „still a dangerous storm“ (enn þá hættu- legur stormur). Að dregið lrefur úr veður- ofsanunr sannar meðal annars það, að í endurteknum aðvörunartilkynningunr frá Wartington er sagt, að nresta veðurlræð dagana 7. til iS. sept. hafi verið 75 hnútar og jrann 20. sept. ekki nema 65 hnútar. Um klukkan 18 þann 21. september sagði spáin 70 hnúta, senr næst nriðjum stormsveipnum og 22. sept., skönrmu eftir miðnætti er spáð 65 hnúta stormi á litlu svæði nálægt miðjum stormsveipnum. Jafnframt Því, að dregið hefur úr veður- ofsanum hefur stormsveipurinn færst á tiltökulega takmarkað svæði og ekki lrefur svokallað , stormhvelsauga“ með öllunr sínum alkunna eiginleika (það er, að fár- viðrið nær hánrarki á litlu svæði, en utan jressa svæðis er frenrur kyrrt veður) mynd- ast að þessu sinni. Eftir þeinr gögnum og upplýsingunr, sem fyrir liggja, komst sjórétturinn að þeirri niðurstöðu, að ekki hafi verið meira en 70 hnúta veðurhæð á slysstaðn- unr, Jró muni lrafa rekið á stormhviður öðru lrvoru og veðurhæð orðið nokkru nreiri. Á Þeim tíma, er örlög skipsins voru ráðin (frá því skipið tók að hallast um 30 gráður jrar til kornið fór að renna í bakborðssíðuna) hefur veðurhæðin varla verið meira en 11 vindstig. Hún hefur jrví alls ekki náð 100 linútum, lrvað jrá að lrafa farið þar yfir, svo ekki getur verið

x

Nýtt S.O.S.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt S.O.S.
https://timarit.is/publication/1013

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.